Sumarið 2022 gert upp hjá mfl kvk í knattspyrnu
3. október 2022 | KnattspyrnaVíkingar luku keppni í Lengjudeild kvenna 16. september s.l. Þó ekki hafi tekist að tryggja sæti í Bestu deildinni að ári þá hefur liðið aldrei verið nær því takmarki frá því samstarfi við HK var slitið haustið 2019.
Eftir flott undirbúningstímabil þar sem liðið náði 3. sætinu á Reykjavíkurmótinu og varð naumlega af efsta sætinu í B-deild Lengjubikakarins hófst sumarið í Safamýri þar sem Framarar voru lagði 5-0 í 1. umferð Mjólkurbikarsins.
Víkingar hófu svo Íslandsmótið á góðum sigir gegn Augnabliki þar sem liðið lenti reyndar undir í tvígang en skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. Víkingar máttu svo sætta sig við naumt tap gegn FH í næsta leik sem var lengst af í járnum, en tvö mörk með mínútu millibili seint í fyrri hálfleik gerðu útslagið. Í kjölfarið fylgdu góðir sigrar á móti Fylki og Grindavík og liðið þá í vænlegri stöðu. Reyndar voru leikirnir tveir á móti Grindavík því liðin áttust líka við í annarri umferð Mjólkurbikarsins. Sigurinn í þeim leik gaf Víkingum svo færi á að máta sig við lið í Bestu deildinni og frábær leikur á móti Þrótti gaf góð fyrirheit um stöðu liðsins. Þrátt fyrir linnulausar sóknir Þróttara var komið fram í miðja seinni hálfleik þegar þær komust loks yfir. Andrea markvörður hafði þá átt einn sinn allra besta leik og bjargað markinu hvað eftir annað. Líklega héldu flestir að þar með yrði eftirleikurinn auðveldur, en ekki aldeilis. Sigdís Eva, sem komið hafði inn á sem varamaður nokkrum mínútum áður kom Víkingum aftur inn í leikinn með þrumuskoti utan úr teig, sláinn inn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu urðu Víkingar þó að játa sig sigraða að lokum og bikardraumurinn var úti þetta árið.
Segja má að tap á heimavelli gegn sterku liði Tindastóls í næsta leik hafi hins vegar orðið til þess að minnka möguleikana á sæti á meðal þeirra bestu all verulega. Þegar sumarið er nú gert upp má segja að frasinn um sex stiga leiki hafi svo sannarlega átt við um þennan leik því hann skipti á endanum sköpum um stigasöfnun liðanna. Víkingar komust yfir snemma leiks, en mörk frá Tindastóli sinnhvoru megin við hálfleikinn skildu að lokum á milli, en Stólarnir geta fyrst og fremst þakkað það frábærum markverði að hafa landað sigrinum.
Næstu tveir leikir á móti Haukum og HK unnust svo báðir. Þá var komið leik á móti Fjarðarbyggð Hetti/Leikni, liði sem fyrir mót hafði ekki verið hátt skrifað, en þær voru á þessum tíma í hörku baráttu um efstu sætin. Líkt og stundum áður komust Víkingar í forystu snemma leiks, en þrátt fyrir að dagskipunin hafi verið að hafa góðar gætur á markahæsta leikmanni deildarinnar, Linli Tu, þá náði hún að skora og þrátt fyrir þungar sóknir af okkar hálfu það sem eftir lifði leiks urðum liðin á endanum að sættast á jafntefli.
Seiglusigur vannst á Fjölni í næsta leik, þar sem mörkin létu heldur betur á sér standa og þurfti 16 ára bjargvætt til! Stelpurnar fóru svo vel gíraðar inn í næsta leik á móti FH og fengu fjölda færa til að komast yfir. Það tókst því miður ekki og FH gekk á lagið og vann að lokum nokkuð örugglega. Á þessum tímapunkti voru Víkingar lentir nokkuð á eftir efstu liðunum og máttu illa við að tapa fleiri stigum. Skyldusigur á móti Grindavík lagaði stöðuna aðeins en jafntefli á móti Fylki gerði stöðuna mjög erfiða. Það var því nánast um hreinan úrslitaleik að ræða á Sauðárkróki í næsta leik þar á eftir. Sá leikur tapaðist því miður og þó úrslitin hafi á endanum orðið 5-4 þá var sigur Tindastóls í lítilli hættu.
Sigrar í fimm síðustu leikjum sumarsins voru vissulega góðir, en dugðu því miður ekki til. Þar voru þrjú neðstu lið deildarinnar, Fjölnir, Haukar og Augnablik lögð af velli, en líka HK og Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir hvorutveggja lið í toppbátáttunni á erfiðum útivöllum heim að sækja. Þessir sigrar tryggðu að lokum nokkuð afgerandi þriðja sæti deildarinnar. Uppskeran varð 38 stig og einungi þremur stigum frá sæti í Bestu deildinni að ári.
Aðeins til að rifja upp, þá tók John Henry Andrews við Víkingum haustið 2019, eftir að lið HK/Víkings hafði fallið úr deild þeirra bestu og 19 ára samstarfi við HK hafði verið slitið. Liðið missti þá flesta af máttarstólpum liðsins og því þurfti nánast að byggja upp frá grunni. Liðið átti í töluverðu basli fyrsta árið, en hélt þó sæti sínu í deildinni nokkuð örugglega með 19 stig í 7. sæti. Í fyrra var liðið aðeins frá því að blanda sér topp-baráttuna, en greinilegar framfarir höfðu orðið á milli ára og 31 stig og 4. sæti varð niðurstaðan þá. Það voru því töluverðar væntingar fyrir árið í ár og líkt og að framan greinir var liðið í harðri baráttu um sæti í Bestu deildinni og í raun einungis einum leik frá því ná settu markmiði.
Árangurinn er þó ekki bara mældur í stigasöfnun, heldur í því mikla og markvissa uppbyggingarstarfi sem John hefur leitt á undanförnum árum og þeim fjölda ungra og uppaldra leikmanna sem hann hefur gefið tækifæri með liðinu. Síðastliðin þrjú ár hafa að jafnaði 5 leikmenn undir tvítugu spilað a.m.k. þriðjung allra leikja liðsins. Samanborið við færri en tvær að jafnaði árin þrjú þar á undan. Víkingar hafa líka eignast fjölda nýrra landsliðsmanna. Dagný Rún (2003) lék sinn fyrsta leik með A-landsliðinu í sumar auk fjölda leikja með U19 og þær Emma (2003), Bergdís (2006), Sigdís Eva (2006) og Katla (2006) hafa allar spilað með yngri landsliðunum í sumar. Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt fyrir Víkinga og einungis tímaspursmál hvenær liðið kemst upp í deild þeirra bestu.
Sjá hér meðfylgjandi myndir af þeim leikmönnum sem eiga skráðan leik með Víkingum í Lengjudeildinni sumarið 2022, í næstumþví tímaröð!
Christabel skoraði þrennu í sínum fyrsta leik á Íslandsmótinu gegn Augnablik, og endaði þriðja markahæst í Lengjudeildinni með 12 mörk í 17 leikjum, en hún skoraði líka 2 mörk í Mjólkurbikarnum.
Tara skoraði og lagði upp mark í leik þar sem Víkingar voru hársbreidd frá því að jafna á móti FH í Kaplakrika. Tara átti frábært tímabil, önnur tveggja til að spila alla leikina á Íslandsmótinu og í bikar og leikjahæst þegar öll mót tímabilsins eru talin með 32 af 34 leikjum liðsins.
Kiley átti flotta fyrirgjöf kom, sem leiddi til fyrsta marks Víkings á móti Grindavík í annarri umferð Mjólkurbikarsins og fyrigjafirnar áttu eftir að verð fleiri enda varð hún betri og betri með hverjum leik er á leið sumarið
Svanhildur skoraði á móti Grindavík bæði í bikar og deild með fjögra daga millibili í byrjun sumars. Þrátt fyrir ungan aldur var Svanhildur að ljúka sínu þriðja tímabili með liðinu og reyndar því fjórða þegar síðasta tímabilið með HK/Víking er talið með. Alls hefur hún spilað 88 leiki á þessum tíma og stefnir hratt í að verða 20. leikmaður kvennaflokks Víkings til að ná 100 leikjum fyrir félagið.
Emma Steinsen skoraði fyrsta mark Víkings í 4-0 sigri á Fylki í Árbænum. Emma átti frábært tímabil og var eini leikmaður liðsins til að spila allar leikmínútur liðsins á Íslandsmótinu og í bikar. Önnur leikjahæst á tímabilinu með 31 leik.
Andrea átti einn sinn allra besta leik í sumar, á móti Bestu-deildarlið Þróttar í Mjólkurbikarnum. Hún varði hvað eftir annað í byrjun leiks og var manneskjan á bak við jafna stöðu liðana í hálfleik.
Freyja hafði vart misst úr mínútu frá upphafi tímabilsins, þegar hún meiddist í seinni leiknum á móti Tindastóli og kom því ekki við sögu í síðustu leikjum tímabilsins. Hún varð samt í fjórða leikjahæst með alls 29 leiki á tímabilinu.
Dagbjört skoraði tvö eftirminnileg mörk í sumar, fyrra markið á móti Haukum, en það síðara með þrumufleyg á móti Fjölin í síðasta leik tímabilsins. Dagbjört meiddist í upphafi sumars og náði ekki fyrstu leikjunum, en líkt og áður spilaði fyrirliðinn hverja mínútu eftir það. Hún spilaði sinn fimmtugasta leik fyrir Víking í síðasta leik sumarsins.
Helga tók við fyrirliðabandinu í fjarveru Dagbjartar og gerði vel. Helga rétt missti af því að komast í klúbb leikmanna með 50 leiki fyrir Víking í sumar, en hún fór til náms erlendis í haust.
Hafdís Bára kom Víkingum í forystu á móti Fjarðabyggð/Helli/Leikni og fagnaði að hætti hússins! Hafdís spilað alla leiki sumarsins, utan eins og endaði sem þriðji leikjahæsti leikmaður liðsins með 30 leiki á tímabilinu.
Sigdís Eva tryggði sigurinn á móti Fjölni með tveimur mörkum. Þessi bráðefnilegi leikmaður setti þau fimm í deildinni í sumar og reyndar önnur fimm í öðrum mótum ársins. Sigdís fékk ekki lengstan spilatímann, en hún var í lekmannahópi liðsins í 18 af 21 leikjum sumarsins og reiknað á grundvelli leiktíma skoraði hún að jafnaði mark á 53 mínútna fresti.
Bergdís skoraði tvö á móti Augnablik í 3-2 sigri á Kópavogsvelli og eitt mark til á móti Tindastóli. Þessi bráðefnilegi leikmaður spilað i alls 13 landsleiki á árin, 8 með U16, 3 eð U17 og 2 með U19 og skoraði í þeim fjögur mörk.
Arnhildur var að venju traust í leiknum á móti Grindavík. Hún var í leikmannahóp í öllum leikjum sumarsins og einungis vantar tvo leiki á undirbúningstímabilinu til að hún hafa verið með í þeim öllum.
Hulda Ösp var síógnandi og átt frábæra leiki á móti Fylki, eins og reyndar í flestum leikjum sumarsins. Hún skoraði þrjú í deildinni i og önnur þrjú í öðrum mótum. Hún spilaði alls 17 leik í deild og bikar og þeir voru einungis þrír leikirnir á árinu þar sem hún var ekki á skýrslu. Hún fyllti 50 leikja markið snemma í sumar og er á meðal leikjahæstu leikmanna liðsins í dag.
Brynhildur Vala var flott í leiknum á móti Tindastóli, eins og í flestum leikjum sumarsins. Vala komst hundrað leikja klúbbin í vor og var á meða leikjahæstu leikmanna liðsins í ár. Hún er nú 12. leikjahæst Víkinga frá upphafi með 120 leiki alls.
Nadía skoraði að venju á móti uppeldisfélaginu Haukum! Og fagnar hér markinu á móti þeim. Nadía kom inn í leikmannahóp Víkings á miðju sumri eftir barnsburð. Hún var á skýrslu í alls 9 leikjum og náði fimmtugasta leiknum fyrir Víking í leiknum á móti Haukum.
Dagný varð í sumar fyrst Víkinga til að spila í A-landsliði kvenna um langt árabil. Og ekki bara að spila því hún setti mark í sínum fyrsta leik! Hún var Víkingum gríðarlega mikilvæg í sumar, en hún fór til háskólanáms í USA á fótboltastyrk síðla sumars.
Ólöf Hildur er í hópi yngri leikmanna liðsins, en var þó á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hún kom sterk inn í lok sumars og þegar upp er talið spilaði hún alls 15 leiki á árinu, en hún er jafnframt önnur at tveimur leikjahæstu leikmönnum 2. fl. í sumar.
Katla fékk sitt tækifæri í lokaleik mótsins eftir að hafa verði varamarkvörður liðsins megnið af tímabilinu. Frábær karakter og framtíðarleikmaður sem á eftir að fá fjölda tækifæra með meistaraflokki. Hún hefur í sumar spilað bæði með 2. og 3. fl. auk þess að verja mark U16 ára landsliðsins í sjö leikjum.
Halla Hrund kom inn á lokaleik sumarsins, en hún hafði áður verið leikmannahópi þrisvar sinnum frá miðju sumri. Gaman að sjá þennan unga leikmann fá sitt fyrsta tækifæri í Lengjudeildinni, en hún spilaði stórt hlutverk með 2.fl. í sumar.
Unnbjörg átti frábæran síðasta leik sumarsins og skoraði tvö á móti Fjölni. Þessi frábæri liðsmaður (handafi Lárubikarsins) hefur verið lengi að og var að ljúka sínu níunda tímabili og 123. leiknum fyrir félagið.