
Merki Víkings
Þorbjörn Þórðarson, málarameistari og formaður Víkings árin 1943-1944, hannaði merki Víkings. Óljóst er hvenær merkið var teiknað en það virðist birtast fyrst opinberlega árið 1933 á forsíðu Víkingsblaðsins, sem gefið var út í tilefni af 25 ára afmæli Víkings.
Allt frá því að merki Víkings var teiknað hefur það fengið ýmsar útlitsbreytingar - allt frá fjölda randa til form- og litabreytinga á skildi og bolta. Það ætti þó ekki að koma á óvart enda langur tími er liðinn frá því að merkið leit fyrst dagsins ljós og engar leiðbeiningar til um notkun þess.
Tímamót
Kominn var tími til að setja punkt fyrir aftan tæplega 100 ára rót á merki félagsins, endurnýja það og setja útliti þess og notkun skorður með leiðbeiningum þar um.
Við hönnun á endurnýjuðu merki Víkings voru týndir þættir frá fyrstu útgáfum merkisins sóttir og þeim blandað saman við eiginleika sem birtust síðar meir. Þannig var tekið tillit til allrar sögunnar og þeirrar náttúrulegu vegferðar sem merkið fór í seinustu öldina. Þá var skerpt á litum merkisins sem eru nú nútímalegri og henta stafrænu umhverfi betur.
Meðfylgjandi endurnýjuðu merki félagsins er er kynnt til leiks einfölduð hliðarútgáfa af merkinu þar sem bolti og rendur hafa verið fjarlægðar. Það er skoðun félagsins að V-ið/skjöldurinn í merkinu sé það sterkt og þekkjanlegt merki eitt og sér að hægt sé að nota það við ákveðin tilefni.
Litir Víkings
Aðallitir
Rauður
Svartur
Stoðlitir
Hvítur
Brúnn
Gylltur
Infrarauður
Vínrauður



