Hvað er er Shito Ryu?

Shito Ryu stílinn er kenndur hjá karatedeild Víkings. Hann er einn af fjórum mismunandi karatestílum sem eru viðurkenndir í Japan og af Alþjóða karatesambandinu (WKF). Hinir þrír eru Goju Ryu, Shotokan og Wado Ryu, þeir eru allir iðkaðir á Íslandi.

Shito Ryo er kennt hjá nokkrum félögum á Íslandi, ÍR, Víkingi, Aftureldingu og Fjölni.

Karate hentar iðkendum á öllum aldri. Íþróttin er í senn líkamsrækt, bardagaíþrótt, sjálfsvörn og lífsstíll. Shito Ryu þykir miðlungsharður og listrænn karatestíll.

Karate er samsett orð úr kara og te sem þýðir tóm hönd. Nafnið er samheiti yfir ýmis afbrigði af vopnlausum japönskum sjálfsvarnaríþróttum, byggðar á fornum kínverskum bardagalistum, sem kenndar eru við bæi eða borgir í Japan.

Í öllum karatestílum er íþróttinni skipt í þrjá hluta: kihon, kumite og kata.

Kihon eru grunnæfingar, styrktaræfingar, grunnhreyfingar, spörk, högg og varnir.

Kumite er frjáls bardagi milli tveggja iðkenda.

Kata eru grunnæfingar eftir fyrirfram gefnum reglum og bardagi við ímyndaðan andstæðing.

Kata og kumite eru sjálfstæðar keppnisgreinar.

Upplýsingar um keppnir

  1. Íslandsmeistaramót barna í kata: 8 ára og yngri – 11 ára (búin að æfa í amk ár)
  2. Íslandsmeistaramót unglinga í kata/kumite: 12-17 ára
  3. Íslandsmeistaramót fullorðinna: 16/18 ára og eldri
  4. Bikarmót (kata og kumite): 16 ára og eldri
  5. Grand Prix mót (kata og kumite): 12 ára og eldri
  6. Fjörkálfamót

Ætlast er til að aðstandendur og eldri iðkendur hjálpi KAI (Karatefélags Íslands) við uppsetningu og frágang á mótum. Frekari upplýsingar um keppnir á vegum KAI er að finna hér. www.kai.is

Til umhugsunar fyrir foreldra

Takið þátt í foreldrastarfinu, það eykur gæði starfsins og gerir það skemmtilegra.

Munið að hvetja alla, ekki einungis barnið ykkar.

Ekki hrópa ókvæðisorð frá áhorfendapöllum, iðkendur eru börn og ungmenni.

Þrátt fyrir að karate sé bardagaíþrótt, er jákvæðni og friður alltaf í hjarta íþróttarinnar.

Íþróttin starfar eftir ákveðnum reglum.

Berið virðingu fyrir ákvörðunum dómara og annarra starfsmanna.

Sýnið jákvæðni, líka þegar á móti blæs.

Í Shito Ryu karate eru fimm grundvallarreglur:

Gerðu alltaf þitt besta –

Vertu kurteis og sýndu mannasiði –

Leitastu stöðugt við að bæta þig og vaxa –

Vertu skynsamur og hagsýnn –

Finndu sátt og frið daglega

Beltapróf

Beltapróf eru tvisvar á ári, í desember og maí. Þegar komið er í brúnt +1 strípu þurfa að líða 6 mánuðir á milli prófa og 1 ár þegar komið er með brúnt +3 strípur og Shodan Ho. Iðkendur þurfa að sýna a.m.k. 60% mætingu á milli beltaprófa, æfingagjöld þurfa að vera greidd og iðkandinn þarf að vera öðrum til fyrirmyndar. Beltagráðun er e.k. próf þar sem iðkandinn þarf að sýna ákveðna þætti, m.a. stöður, spörk, tækni, framkomu og Kata. Allt helst þetta í hendur og saman hefur þetta meira gildi heldur en fjöldi kata sem iðkandinn kann.

Iðkendur verða að hafa mætt amk 60% á önninni og vera búin að greiða æfingargjöld til að geta tekið prófið.

Hvítt, byrjendabelti, allir flokkar

Undirbúningur fyrir Kihon Kata

Rautt belti 13 ára og yngri

Kihon Kata

Gult belti 8. kyu

Undirbúningur fyrir Pinan Nidan

Appelsínugult belti 7. kyu

Pinan Nidan

Grænt belti 6. kyu

Pinan Shodan

Blátt belti 5. kyu

Pinan Sandan

Fjólublátt belti 4. kyu

Allar fimm Pinan Kata

Brúnt belti +1 strípa 3. kyu

Allar fimm Pinan Kata án mistaka ásamt Bassai Dai

Brúnt belti +2 strípur 2. kyu

Sama og 3. kyu ásamt Annanko

Brúnt belti +3 strípur 1. kyu

Seienchin

Svart belti, Shodan Ho (til reynslu), Shodan

1. dan: Nidan

2. dan: Sandan

3. dan: Yondan

4. dan: Godan