Vorönn 2025

Á vegum Knattspyrnufélagsins Víkings er starfræktur Íþróttaskóli barnanna sem ætlaður er börnum á aldrinum 2-5 ára (2022-2019)

Þar fer fram fjölbreytt og áhugaverð dagskrá þar sem haft er að leiðarljósi að efla skyn- og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit hvort til annars.

Boðið er upp á Íþróttaskóla Víkings á tveimur stöðum, annars vegar í Réttarholtsskóla og í Álftamýraskóla á laugardögum.

Íþróttaskólinn fer fram laugardögum í íþróttasal Réttarholtsskóla og á sunnudögum í íþróttasal Álftamýraskóla.

Skráning á námskeið vorannar hefst föstudaginn 3. janúar kl 12:00.

Íþróttaskólinn hefst síðan laugardaginn 18. janúar í Réttarholtsskóla og sunnudaginn 19. Janúar í Álftamýrarskóla.

Skráning fer fram í gegnum sportabler.

Mikilvægt er að skrá í rétt námskeið þar sem boðið er uppá mismunandi aldurshópa á hvorrum stað fyrir sig.

Boðið er upp á  hóp fyrir yngri iðkendur og  hóp fyrir eldri iðkendur. Bæði í Réttó og í Álftamýrinni. Því mikilvægt að skrá í réttan hóp.

Samskipti milli þjálfara og foreldra/forráðamenn eru í gegnum Sportabler, mikilvægt að foreldrar nái í appið til að geta séð dagskrá tíma og aðrar upplýsingar.

Hópnum er iðulega skipt í tvennt: ATH !! Ekki eru sömu tímasetningar fyrir hópana í Réttó og Álftamýri. 35 pláss í hverjum hóp.

Skipting í Réttó

Börn fædd 2021 – 2022

-Yngri hópur 1 klukkan 9:00

-Yngri hópur 2 klukkan 10:00

Börn fædd 2019 – 2020

-Eldri hópur klukkan 11:00

Skipting í Álftamýri 

Börn fædd 2021 – 2022

-Yngri hópur  klukkan 9:30

Börn fædd 2019 – 2020

-Eldri hópur klukkan 10:30

 

Telji foreldri að iðkandi geti verið með eldri hópi getur foreldri skráð barnið í eldri hóp.

Um er að ræða 12 skipti og er fyrsta skiptið 18-19. janúar. Íþróttaskólinn er í fríi helgina 22-23 febrúar vegna vetrarfríi grunnskólana. Síðasti tíminn er helgina 12-13. apríl, helgina fyrir páska (Upplýsingapóstur mun berast til foreldra áður en fyrsti tími byrjar í gegnum Sportabler)

Mælt er með að börnin mæti berfætt eða í sokkum með stjörnum undir svo þau nái sem bestu gripi á gólfinu og renni ekki. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í tímunum og vera börnunum til aðstoðar t.d. í áhaldahringjum og við klifur. Ef barn er óöruggt á einhvern hátt (skortir kjark eða færni) þarf líka að styðja það vel í upphafi og draga sig síðan í hlé þegar færnin verður meiri og sjálfstraust eykst.

Aðstaða er til fataskipta sé þess óskað.

Verð fyrir námskeiðið er kr.18.900 kr fyrir 12 tíma

Að venju fá börnin boli merkta skólanum og Víkingi.

 

Hægt er að fá nánari upplýsingar um Íþróttaskóla barnanna í síma 519-7600 eða með því að senda tölvupóst á [email protected] eða [email protected]

Íþróttaskóli Víkings 2025 | vor

Skráning er í gegnum sportabler

Skráning
Víkingur Logo