Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna
3. febrúar 2025 | KnattspyrnaÞað er með mikilli hamingju sem Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Ísfold Marý Sigtryggsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið 2026. Ísfold er fædd árið 2004 og er uppalin í KA en kom inn í Þór/KA árið 2019 og á að baki 97 meistaraflokksleiki.
Hún lék 14 leiki síðastliðið sumar með Þór/KA og skoraði tvö mörk. Ísfold á einnig að baki 15 leiki fyrir yngri landsliðin og fór með U19 landsliðinu á lokamót EM í fyrra.
Gefum John Andrews þjálfara meistaraflokks orðið
Ísfold er ung en á sama tíma mjög reynslumikill leikmaður. Hún passar fullkomlega inn í verkefnið okkar hér í Víkinni og við erum í skýjunum að fá hana í hópinn. Velkomin í fjölskylduna og í Hamingjuna Ísfold!
Knattspyrnudeild Víkings býður Ísfold hjartanlega velkomna í Hamingjuna! ❤️🖤