Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Það er með mikilli hamingju sem Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Ísfold Marý Sigtryggsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið 2026. Ísfold er fædd árið 2004 og er uppalin í KA en kom inn í Þór/KA árið 2019 og á að baki 97 meistaraflokksleiki.

Hún lék 14 leiki síðastliðið sumar með Þór/KA og skoraði tvö mörk. Ísfold á einnig að baki 15 leiki fyrir yngri landsliðin og fór með U19 landsliðinu á lokamót EM í fyrra.

Gefum John Andrews þjálfara meistaraflokks orðið
Ísfold er ung en á sama tíma mjög reynslumikill leikmaður. Hún passar fullkomlega inn í verkefnið okkar hér í Víkinni og við erum í skýjunum að fá hana í hópinn. Velkomin í fjölskylduna og í Hamingjuna Ísfold!
Knattspyrnudeild Víkings býður Ísfold hjartanlega velkomna í Hamingjuna! ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Linda Líf til Kristianstads DFF

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þakkir til fráfarandi þjálfara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate 101! Nýtt námskeið hjá Karatedeild Víkings!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar