fbpx

Dagný Rún með mark í fyrsta A-landsleiknum sínum

25. júní 2022 | Knattspyrna, Félagið
Dagný Rún með mark í fyrsta A-landsleiknum sínum
Dagný Rún Pétursdóttir í leik með Víkingum á móti Haukum fyrir nokkrum dögum.

Dagný Rún Pétursdóttir (2003) varð í dag fyrst Víkinga til að spil fyrir A-landslið Íslands (U23) í tæplega 40 ár, eða allt frá því Brynja Guðjónsdóttir tók þátt í fyrstu landsleikjum Íslands á árunum 1981 til 1985.

Dagný Rún var í leikmannahópi Íslands í vináttulandsleik á móti Eistlandi, ein fimmtán nýliða sem fengu að spreyta sig í fjarveru leikmanna sem nú undirbúa sig fyrir lokakeppni EM í næsta mánuði. Dagný nýtti tækifærið vel og stimplaði sig inn með því skora annað mark Íslands í 2-0 sigri. Þess má einnig geta að tvær af fyrrverandi leikmönnum Víkings (HK/Víkings) þær Arna Eiríksdóttir (2002) og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (2000) þreyttu einnig frumraun sína með liðinu. Dagný hefur verið að spila vel með Víkingum í sumar, eins og reyndar undanfarin tvö ár og fékk þarna verðskuldað tækifæri til að sýna hvað í henni býr, en hún hafði áður spilað 6 leiki með U19 landsliði Ísland og er enn gjaldgeng þar.

Víkingar óska Dagný Rún og hennar dyggu aðstandendum/stuðningsmönnum innilega til hamingju með leikinn og vænta mikils af henni á komandi árum.

Eins og að framan segir þá var Brynja Guðjónsdóttir (1963) fyrst Víkinga til að spila landsleik í kvennaflokki, en sem Víkingur tók hún þátt í fyrstu sex leikjum liðsins á árabilinu 1981-1983. Hún bætti svo við tveimur leikjum 1985, eftir að hafa skipt yfir í Val með viðkomu hjá Sænska liðinu Öxaback, en kvennalið Víkings var lagt niður 1985. Víkingar áttu á þessum árum a.m.k. tvo leikmenn til viðbótar sem tóku þátt í verkefnum landsliðsins, en þær Hrefna Harðardóttir (1966) og Alda Rögnvaldsdóttir (1967) tóku þátt í undirbúningi fyrir EM 1982. Síðar átti Helena Ólafsdóttir (1969) eftir að spila fjölda leikja, en þá sem leikmaður KR og ÍA.

Seinna hefur Víkingur (HK/Víkingur) haft í sínum röðum nokkra leikmenn sem eiga leiki fyrir A-landslið Íslands, þó þær hafi ekki spilað fyrir Víking (HK/Víking ) á sama tíma. Þær eru hér taldar upp í aldursröð: Fjóla Dröfn Friðriksdóttir(1981), Sólveig Þórarinsdóttir (1984), Kristín Ýr Bjarndóttir (1984), Björk Gunnarsdóttir (1986), Birna Kristjánsdóttir (1986), Kristrún Kristjánsdóttir (1988), Hlín Gunnlaugsdóttir (1989), Kristín Erna Sigurlásdóttir (1991), Hildur Antonsdóttir (1995) og síðast en ekki síst, stolt okkar allra, Glódís Perla Viggósdóttir (1995). Og nú til viðbótar, þrjá fyrrnefndar.

Víkingar (HK/Víkingar) hafa líka haft í sínum röðum fjölda erlendra leikmanna, sem hafa ýmist spilað fyrir lið sinna þjóða á sama tíma og þær spiluðu fyrir Víking (HK/Víking), fyrr eða seinna. Þar má fyrst telja Serbnesku leikmennina Lidiju Stojkanovic (1979), Jovönu Cosic (1983), Milenu Pesic (1984) og Marinu Nesic (1988), Tyrknesku leikmennina Fötmu Kara (1991) og Kader Hancar (1999), en einnig Nicole McClure (1989) frá Jamaica (markvörð sem spilaði á HM fyrir sína þjóð), Önu Victoriu Cate (1991) frá Nicaragua, Kristínu Maksuti (1993) frá Albaníu og núverandi leikmann liðsins Cristabel Oduro (1992) frá Canada.

Brynja Guðjónsdóttir, var sæmd gullmerki Víkings fyrir fyrsta leik sjálfstæðs kvennaliðs Víkings sumarið 2020. Hún er hér á mynd með Birni Einarssyni formanni.