Brynjar Björn Gunnarsson í þjálfarateymi Víkings

Knattspyrnudeild Víkings hefur ráðið Brynjar Björn Gunnarsson inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Víkingi í aðdraganda Sambandsdeildar UEFA. Brynjar kemur til með að sinna hlutverki meðþjálfara liðsins í Evrópukeppni ásamt Sölva Geir Ottesen.
Brynjar Björn, sem hefur lokið UEFA Pro þjálfaragráðu, á að baki öflugan þjálfaraferil hjá Stjörnunni, HK, Örgryte, Grindavík og Fylki. Þá á Brynjar Björn að baki afar farsælan feril erlendis með Stoke, Nottingham Forest, Watford og Reading á Englandi, Vålerenga í Noregi og Örgryte í Svíþjóð ásamt því að hafa leikið 74 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Brynjars og býður hann velkomin til starfa. Brynjar hefur störf fyrir félagið eftir landsleikjahlé.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Bröndby – Víkingur

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ashley Clark til Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Nikolaj Hansen framlengir út 2027

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Víkingur – Bröndby

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar