Elín Elmarsdóttir Van Pelt keppir á Vetrarólympíuleikunum

Víkingurinn Elín Elmarsdóttir Van Pelt mun keppa fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum og tekur þátt í svigi og stórsvigi. Þetta er í fyrsta sinn sem Elín keppir á Ólympíuleikum.

Elín, sem er rétt rúmlega tvítug, fær sæti á leikunum í kjölfar þess að Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir neyðist til að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Skíðasamband Íslands staðfesti ákvörðunina í tilkynningu sinni fyrr í dag.

Elín bætist þannig í hóp íslenskra keppenda sem munu keppa á leikunum og er þetta stór áfangi á ferli hennar. Hún hefur sýnt mikla framþróun undanfarin ár og keppir nú á stærsta sviði vetraríþrótta.

Víkingur óskar Elínu innilega til hamingju❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Víkingur stofnar nýjan miðlægan samfélagsmiðil

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Tilkynning vegna happdrættisvinninga

Forsíðufrétt, Handbolti

Vinningaskrá Jólahappdrætti

Forsíðufrétt

Jólahappdrætti Víkings 2025 – Dregið föstudaginn 9. janúar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Íþróttakona og íþróttakarl Víkings 2025!