Inga Rún Káradóttir hefur verið ráðin sem bókari hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi. Í starfi bókara mun Inga Rún hafa umsjón með fjárhags-, launa- og viðskiptabókhaldi innan félagsins. Þá mun Inga m.a. sinna afstemmingum, aðstoða við undirbúning uppgjörs og ársreikninga, útsendingu reikninga og innheimtu.
Inga Rún, sem er 49 ára gömul og býr yfir langri reynslu af bókhalds-og launaútreikningum, lengst af hjá Isavia og Fjárhúsinu-Spekt bókhaldsþjónustu. Þá hefur hún einnig starfað við bókhald hjá Eimskip, verið mannauðsstjóri hjá Stjörnugrís ásamt því að vera hópstjóri bókhalds hjá ALP bílaleigu.
Inga Rún hefur sinnt ýmsum félagsstörfum samhliða sínum starfsferli. Hefur hún m.a. setið unglingaráði hjá Íþróttafélaginu Leikni, setið í stjórn FFR og þá lék hún á yngri árum handbolta með Víkingi og Val.
Ráðning Víkings á Ingu Rún er hluti af metnaðarfullri vegferð sem félagið er á en reynsla hennar og þekking mun nýtast félaginu afar vel. Inga Rún mun hefja störf 1. nóvember nk.
Við bjóðum Ingu Rún hjartanlega velkomna á skrifstofu Víkings.