Hafdís Bara semur við Víking
25. janúar 2022 | KnattspyrnaHafdís Bára sleit fyrstu fótboltaskónum vestur á Ísafirði og spilaði sína fyrstu leiki með BÍ/Bolungarvík og síðar með Vestra. Hún spilaði bæði með kvenna- og karlaliðum félagsins og þá lengst af eina stúlkan á meðal strákanna. Í festum flokkum var hún farin að spila áður en hún hafið formlega aldur til. Hún var enn á yngra ári 3 fl. þegar hún spilað sinn fyrst leik í 2 fl. og á yngst ári 2 fl. þegar hún spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki, þá 16. ára. Hún tók snemma þátt í hæfileikamóti KSÍ og úrtaksæfingum yngri landsliða.
Í byrjun árs 2019 sagði hún skilið uppeldisfélagið, enda hafði félagið þá ekki teflt fram liði í mfl. kvenna um nokkurt skeið. Hún sýndi fótboltalegan metnað sinn og gekk til liðs við úrvalddeildarfélag ÍBV og flutti til eyja. Hún spilað flesta leiki liðsins á undirbúningstímabilinu 2019 og spilaði sinn fyrsta leik í Pepsí-Max deildinni þá um sumarið. Alls á hún 11 leiki fyrir mfl. ÍBV í öllum mótum og einnig fjölda leikja með 2 fl.
Hún gekk tímabundið til liðs við Víking í byrjun sumars 2020 og spilaði nokkra leiki með 2.fl., en gekk þá aftur til liðs við uppeldisfélagið og spilaði með því í 2 fl. sumarið 2021. Hún var þar í lykilhlutverki og á meðal markahæstu leikmanna með 10 mörk. Víkingar hafa góða reynslu af því að vera með Vestfirðinga í sínum röðum og bjóða Hafdísi Báru velkomna til liðs við félagið.