PETIT – HAMINGJUMÓTIÐ

Petit Hamingjumót Víkings verður haldið á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni helgina 16-17. ágúst 2025. Upplýsingar um mótið verða uppfærðar á næstu vikum.

Upplýsingar um leikjaplan, vallarskipulag ásamt upplýsingum um bílastæði má finna hér að neðan

Mótið er fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna og er lögð áhersla á að krakkarnir hafi gaman á mótinu og kynnist stemningunni sem fylgir fótboltamótum. Mikilvægt er að leyfa krökkunum að vera á sínum forsendum.

Keppendur fá verðlaunapening og gjöf fyrir þátttöku á mótinu.

Þátttökugjald er 3.500 kr og munu 500 kr. af gjaldinu renna til Gleym mér ei – gme.is.

Skráning fer fram í gegnum þennan hlekk: Petit Hamingjumót – Skráning

Nánari upplýsingar veitir Gudjón Guðmundsson í síma 519-7605 – Ívar Orri Aronsson í síma 519-7602  / tölvupóstur [email protected].


Gleym mér ei styrktarfélag er til staðar fyrir þau sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Tilgangur félagsins er að styrkja málefni tengt missi barna svo að lítil ljós fái að lifa áfram í minningunni. Nánari upplýsingar um starfsemi Gleym mér ei má finna hér: https://gme.is/

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar