PETIT – HAMINGJUMÓTIÐ

Petit Hamingjumót Víkings verður haldið á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni helgina 16-17. ágúst 2025. Upplýsingar um mótið verða uppfærðar á næstu vikum.

Leikjaplan á Petit Hamingjumótinu 2025

Mótið er fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna og er lögð áhersla á að krakkarnir hafi gaman á mótinu og kynnist stemningunni sem fylgir fótboltamótum. Mikilvægt er að leyfa krökkunum að vera á sínum forsendum.

Keppendur fá verðlaunapening og gjöf fyrir þátttöku á mótinu.

Þátttökugjald er 3.700 kr og munu 500 kr. af gjaldinu renna til SKB – Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna – www.skb.is.

Skráning fer fram í gegnum þennan hlekk: Petit Hamingjumót – Skráning

Nánari upplýsingar veitir  Ívar Orri Aronsson í síma 519-7602  / tölvupóstur [email protected].


Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Nánari upplýsingar um starfsemi SKB má finna hér: https://skb.is/

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar