Dagný Rún Pétursdóttir er komin í 100 leikja klúbbinn!
13. ágúst 2024 | KnattspyrnaDagný Rún Pétursdóttir spilaði sinn 100 leik fyrir meistaraflokk kvenna gegn Þrótti, föstudaginn 26. júlí. Líkt og 22 fyrirrennarar hennar hafa gert, þá tók hún við blómum og áletruðum skildi í tilefni áfangans. Fyrst til að ná þeim leikjafjölda var Ellen Bjarnadóttir árið 2007, en Dagný komst nú í hóp fimm leikmanna sem áður hafa náð þessum áfanga og spilað hafa með liðinu í sumar. Hinar eru Svanhildur (139), Gígja (130), Tara (124) og Hulda (103).
Dagný hóf sinn knattspyrnuferil með systurfélaginu úr Fossvoginum og var aðeins 14 ára þegar hún lék tvo fyrstu leikina með sameiginlegs liði mfl. HK og Víkings á Reykjavíkurmóti í upphafi árs 2018. Hún spilaði svo sinn fyrsta leik í Pepsí-Max á miðju sumri 2019 og alls átta leiki með liðinu það sumar.
Við slit á samstarfi HK og Víkings skipti Dagný yfir í Víking og hefur frá þeim tíma leikið alls 90 leiki fyrir sjálfstætt lið Víkings. Hún spilaði alla leiki utan eins í Lengjudeildinni 2020 og skoraði í þeim þrjú mörk, hún endurtók svo leikinn 2021, nema hvað þá skoraði hún fjögur mörk. Haustið 2022 fór hún á fótboltastyrk til náms í USA (Hofstra University, New York) og því urðu leikirnir færri það sumar og sömuleiðis hefur leikjasöfnunin verið hægari undanfarin tvö ár vegna þess. Hún varð á síðasta ári bæði Mjólkurbikarmeistari og Lengjudeildarmeistari og Reykjavíkurmeistari nú í vor.
Dagný Rut átti frábært tímabil sumarið 2022 og varð þá fyrst Víkings-kvenna í tæplega 40 ár til að spila A landsleik og ekki nóg með það hún skoraði í sínum fyrsta leik! Það sumar lék hún einnig 3 leiki með U19 líkt og hún hafði líka gert árið áður.
Knattspyrnudeild Víkings óskar Dagnýju til hamingju með áfangann og væntum þess að leikirnir eigi eftir að verða mun fleiri á komandi árum.