Íþróttanámskrá Knattspyrnufélagsins Víkings var gefin út árið 1999. Hún markaði tímamót hjá félaginu og reyndar í íþróttahreyfingunni því hún var sú fyrsta sem íþróttafélag á Íslandi gaf út. Með gerð námskrárinnar tók Knattspyrnufélagið Víkingur metnaðarfullt skref í átt að því að endurskipuleggja starfshætti sína og mæta auknum kröfum þjóðfélagsins til íþróttafélaga.
Íþróttanámskrá Víkings er tæki til stjórnunar og samræmingar á skipulagi og þjálfun barna og unglinga hjá félaginu. Námskráin nær sérstaklega til stjórnunar og þjálfunar íþrótta sem félagið hefur með höndum en einnig til annars íþrótta og tómstundarstarfs fyrir börn og unglinga.
Íþróttanámskráin er ætluð þeim sem starfa innan félagsins en er einnig ætluð þeim sem tengjast á einn eða annan hátt starfsemi þess. Sérstaklega er íþróttanámskránni ætlað að nýtast stjórnendum og þjálfurum í félaginu auk þess sem að hún á að stuðla að samvinnu og árangursríku starfi. Í íþróttanámskránni er einnig að finna ýmsar útskýringar, leiðbeiningar og ábendingar um starf og stefnu félagsins.
Hér er hægt að lesa íþróttanámskrá Knattspyrnufélagsins Víkings í heild sinni