fbpx

Víkingur – Shamrock Rovers – Ferðaupplýsingar

21. júní 2024 | Knattspyrna
Víkingur – Shamrock Rovers – Ferðaupplýsingar

Kæru Víkingar. Í vikunni kom í ljós að Víkingur mætir írska liðinu Shamrock Rovers í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það verður nóg af miðum í boði fyrir okkur Víkinga í Dublin og því er hægt að fullvissa ykkur um að bóka flug og hótel.

Staðfestir leikdagar:

  • 9.júlí á Heimavelli Hamingjunnar í Víkinni
  • 16.júlí á Tallagt Stadium, heimavelli Shamrock Rovers í Dublin á Írlandi

Tallagt Stadium: https://maps.app.goo.gl/bptkqHfhQcLB1gKo8

Það styttist í leikinn úti og því mælum við með að hafa hraðar hendur varðandi flug og hótel.

Enn er hægt að fá hagstæð verð til Dublin í gegnum hinar ýmsu bókunarsíður en það má gera ráð fyrir kostnaði uppá 80.000-100.000kr á mann fyrir flug+hótel en hér eru nokkur dæmi um leiðir í boði.

Flugsamgöngur:

Icelandair og Play fljúga beint á Dublin en sömuleiðis er hægt að tengja í gegnum aðra flugvelli beri svo undir.

Víkingur mun ekki standa fyrir hópferð í flugi að þessu sinni. Miðað við þá góðu tengimöguleika og hversu gott aðgengi að flugi er til Dublin þá mun þetta reynast auðvelt verkefni fyrir stuðningsfólk Víkings sem ætlar að koma út og styðja liðið.

Við reynum að hittast og vera saman úti, sérstaklega á leikdegi og kvöldið eftir leik.

Helgi Már Erlingsson og Gunnar Magnús sjá um dagskránna og stemmninguna úti fyrir stuðningsmenn svo allir verði með á nótunum, samstilltir og hamingjusamir.

Gisting:

Mælt er með að gista miðsvæðis/nálægt Temple bar svæðinu í Dublin en þar truflum við ekki liðið okkar og erum nálægt miðbæ Dyflinnar.

Við munum hittast og hita upp saman fyrir leik í alvöru #EuroVikes partýi en nánari upplýsingar koma um það síðar.

Víkingur fær 5% af heildarfjölda miða á útileikinn og verður því hægt að kaupa miða beint í gegnum Víking og auglýsum við það nánar. Í stuttu máli, engar áhyggjur – það verða nægir miðar í boði fyrir stuðningsmenn Víkings.

Gerum okkur klár í bátana (eða flugvélarnar) – það styttist í þessa veislu. Áfram Víkingur og #EuroVikes