Víkingar valdnir í U-16 ára landslið

1. maí 2022 | Knattspyrna
Víkingar valdnir í U-16 ára landslið
Sölvi og Stígur Diljan

Stígur Diljan og Sölvi hafa verið valdir í u-16 ára landsliðið sem heldur til Svíþjóðar að keppa í UEFA Development Tournament 11.-16. maí. Þar munu þeir etja kappi við landslið Svía, Sviss og Írlands.

Stígur sem spilaði nýverið sinn fyrsta leik í Bestu deildinni á tvo landsleiki að baki og tvö mörk.
Sölvi er einn af fjórum leikmönnum í hópnum sem eru árinu yngri en hinir og er að fara í sitt fyrsta landsliðsverkefni. Sölvi spilaði stóra rullu þegar 4.flokkurinn okkar var Íslandsmeistari síðasta sumar.

Við erum hrikalega stolt af þessum efnilegu leikmönnum okkar og óskum þeim góðs gengis!