Umspil forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2022/2023

13. júní 2022 | Knattspyrna, Félagið
Umspil forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2022/2023
Miðasala hefst kl 12:00 þriðjudaginn þann 14. Júní

Umspil fyrir forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2022/2023 fer fram í Víkinni daganna 21. og 24. júní. Víkingur spilar undanúrslitaleik hinn 21. júní gegn FCI Levadia frá Tallinn og í hinum undanúrslitaleiknum mætast Inter Club d’Escaldes frá Andorra og La Fiorita frá San Marínó.

Miðasala á mótið hefst á morgun, þriðjudag 14. Júní klukkan 12:00 og fer fram í gegnum Stubbur App.

Miðasalan fer þannig fram að fyrst eru seldir sérstakir mótsmiðar sem gilda á alla þrjá leikina. Verð á mótsmiða er 5.000 kr.
ATH. Ekki er frítt fyrir börn og gildir miðaverð um börn einnig
Forsalan verður í gangi fram yfir föstudaginn 17. Júní.

Eftir það hefst almenn miðasala þar sem hægt verður að kaupa miða á staka leiki, á meðan birgðir endast. Miðaverð á staka leiki verður 3.000 kr. 

Þar sem Víkingur getur einungis selt miða í stúku er miðafjöldi takmarkaður. Af þeim sökum munu allir þurfa að kaupa sér aðgöngumiða, óháð aldri. Fjöldi miða sem fer í sölu á staka leiki fer eftir því hversu margir mótsmiðar verða seldir og svo gæti farið að miðarnir verði einfaldlega uppseldir í þeirri forsölu. Það er bæði hagstæðast og öruggast að kaupa mótsmiða og fá þannig að upplifa alla fótboltaveisluna í heild sinni.

Leikirnir eru sem hér segir:

Þriðjudagurinn 21. júní 2022
13:00 La Fiorita ( San Marínó ) – Inter Club d’Escaldes ( Andorra )
19:30 Víkingur R. – Fc Levadia Tallinn ( Eistland )

Föstudagurinn 24. júní 2022
19:30 Úrslitaleikur