Tveir efnilegir skrifa undir samning

Knattspyrnudeild Víkings hefur gert samning við tvo efnilega leikmenn til tveggja ára.  Jóhann Kanfory ( F. 2006 ) og Hrannar Ingi Magnússon ( F. 2005 ) leikmenn 2. flokks skrifuðu undir sinn fyrsta samning við félagið í vikunni.

Jóhann Kanfory og Hrannar Ingi eru lykilleikmenn í öflugu liði 2. flokks karla sem varð bikarmeistari á nýliðnu tímabili.

Jóhann er fljótur kantmaður með góða tækni og les leikinn vel, Hrannar Ingi spilar sem bakvörður og hefur góða leiðtogahæfileika. Þeir komu báðir við sögu í sínum fyrsta leik fyrir félagið gegn Val í lokaumferðinni í Bestu deildinni á nýliðnu tímabili

Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð að hafa tryggt sér krafta Jóhanns & Hrannars til næstu ára.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Linda Líf til Kristianstads DFF

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þakkir til fráfarandi þjálfara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate 101! Nýtt námskeið hjá Karatedeild Víkings!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar