Telma Sif endurnýjar samning sinn við Víking
6. janúar 2022 | KnattspyrnaTelma Sif hóf sinn knattspyrnuferil í Vesturbænum og spilaði með KR og síðar með sameiginlegu liðið KR og Gróttu. Hún var snemma farin að spila upp fyrir sig og sumarið 2013 spilaði hún með 2.,3. og 4. fl., þá á yngra ári í 4.fl. Hún spilaði sinn fyrsta og eina leik með mfl. KR í Reykjavíkurmótinu 2015 þá enn á yngra ári í 3. fl. Síðar það vor skipti hún yfir í Val og varð Íslands- og reykjavíkurmeistari með 3. fl. það ár.
Sumarið 2016 var hún svo bikarmeistari með sameiginlegur lið Vals og KH í 2.fl., en spilaði þá jafnframt sjö leiki með KH í 1. deildinni. Hún spilaði sinn fyrsta leik með Val vorið 2018 og varð Reykjavíkurmeistari með þeim. Hún varð svo bikarmeistari öðru sinni með 2. fl. Vals árið 2019. Sumarið 2019 skipti hún tímabundið yfir í ÍR og spilaði alls sex leiki með þeim í Inkasso-deildinni.
Hún gekk svo til liðs við Víking í upphafi árs 2020 og spilaði með þeim þar til fór utan til náms til Bandaríkjanna, þá um haustið. Hún kom svo aftur sumarið 2021 spilaði þá með Víkingum í Lengju-deildinn. Alls á hún 21 leik með mfl. Víkings og í það heila 31 leik í meistaraflokki fyrir KR, KH, Val, ÍR og Víking. Hún byrjaði á miðjunni í mfl. Víkings en hefur síðan nánast eignað sér miðvarðastöðuna þann tíma sem hún hefur verið á landinu. Telma er nú í löngu jólafrí hér heima og því var tækifærið notað til að ganga frá samningi við hana. Víkingur óskar Telmu Sif til hamingju með samninginn og hlakka til að sjá hana aftur byrjun sumars.