Tara Jónsdóttir í 100 leikja klúbb Víkings

24. ágúst 2023 | Knattspyrna
Tara Jónsdóttir í 100 leikja klúbb Víkings
Tara Jónsdóttir ásamt Sigurbirni Björnssyni, fulltrúa mfl ráðs kvenna & Heimi Gunnlaugssyni, formanni knd Víkings

Tara Jónsdóttir er tuttugasti-og-fyrsti leikmaður í 100 leikja klúbbi mfl.kvk. Víkings. Henni voru færð blóm og viðurkenningarskjöldur fyrir leik Víkings og KR á Íslandsmótinu í gær.

Tara hefur alla sína tíð verið liðsmaður Víkings og það með stóru „L“ Ekki bara sem leikmaður frá blautu barnsbeini, heldur sem gegn heill Víkingur með Víkings-hjartað á réttum stað! Hún vann til fjölda verðaluna upp í gegn um alla yngri flokka með sterkum árgangi 2001 (Úr þeim árgangi eiga Vala, Karólína, Helga, Linda, Margrét, Ísabella, Elísa, Elísabet og Brynja allar leiki með mfl.), Hún hefur auk þess verið sæmd nafnbótunum „efnilegasti leikmaður 2.fl. 2018“, „Besti leikmaður mfl. 2022“ og síðast en allra helst „Besti leikmaður mfl. utan sem innan vallar 2022“.

Tara lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í upphafi árs 2019 og var í leikmannahópi HK/Víkings sem spilaði í efstu deild það sumar. Hún hefur svo verið í lykilhlutverki með sjálfstæðu liði Víkings allar götur síðan og varla misst úr leik. Covid-árin tvö, 2020 og 2021 voru leikir liðsins reyndar um 10 færri en alla jafnan og því má segja að heldur hægar hafi safnast í leikjabankann en hefði gert alla jafnan. Á móti kemur að árangur liðsins í Bikarkeppni þetta árið kemur Töru í hóp þeirra leikmanna sem liðsins sem hafa tekið þátt í flestum bikarleikjum frá upphafi.

Víkingar óska Töru til hamingju með áfangann og vænta þess að leikjum fjölgi hratt á næstu árum enda Tara nýbúin að skrifa undir samning til ársins 2025.

Sjá meðfylgjandi nokkrar myndir af myndir af Töru í leikjum sumarsins.

Tara Jónsdóttir ásamt móður sinni Thelmu Sigurðardóttur
Tara Jónsdóttir