Skíði

Um síðustu helgi kepptu nokkrir Víkingar á Jónsmóti 9-13 ára á Dalvík. Þar var keppt í stórsvigi, svigi og sundi og stóðu Víkingskrakkarnir sig vel á mótinu.

brynjar
Brynjar Jökull Guðmundsson keppir í stórsvigi á Ólympíuleikunum í Sotsjí á miðvikudaginn 19. febrúar

9 ára og yngri:

15.-16.febrúar stórsvig Ármann
8.-9.mars svig Víkingur
12.-13.apríl Breiðablik
24.-26.april Andrésar Andar leikar á Akureyri

Skalafell svigNú um helgina var bikarmót 14-15 ára haldið í Skálafelli. Á laugardag var stórsvig og einnig svig sem frestað var á Akureyri í byrjun mánaðarins.

Á sunnudag var bikarmótið í svigi haldið í blíðskaparveðri í Skálafelli.

Víkingar stóðu sig vel en öll úrslit má finna á vefsíðu ÍR

2013 14848 copyÁ laugardag var gisting á skála hjá 11 ára og yngri og voru um 70 manns í skálanum í gistingu. Það var mikið fjör, krakkarnir bjuggu til snjóhús og fóru á sleða eftir skíðaæfingu og eftir kvöldmat var bingó, kvöldvaka og diskó.

Á sunnudag var æfing hjá 9 ára og yngri í Bláfjöllum en 10-15 ára kepptu á Reykjavíkurmótinu í Skálafelli, í sól og blíðu.

Faxafloamot

Í dag var Faxaflóamótið í stórsvigi í 12-15 ára haldið í Bláfjöllum í blíðskaparveðri.

Víkingar stóðu sig vel á mótinu. 

Jón Gunnar sigraði í 15 ára

Georg Fannar sigraði í 14 ára og Sigursteinn Óli var í 2.sæti

Hilmar Snær var í 3.sæti í 13 ára

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna