Oliver Ekroth framlengir

2. ágúst 2022 | Knattspyrna
Oliver Ekroth framlengir
Oliver Ekroth

Oliver Ekroth leikmaður Víkings í knattspyrnu hefur framlengt samninginn sinn við félagið um eitt ár eða sem gildir út tímabilið 2023 . Þetta eru gleðitíðindi fyrir Víkinga enda hefur Oliver verið algjör lykilmaður í okkar liði í sumar.

Oliver er 30 ára gamall varnarmaður sem kom fyrr á þessu ári til Víkinga frá Degerfors IF í Svíþjóð og gerði tímabundinn samning við félagið en hefur nú framlengt þann samning um eitt ár. Oliver hefur komið gríðarlega vel inn í verkefnið hjá Víking og verið einn besti leikmaður liðsins í sumar. Oliver hefur leikið 23 leiki í öllum keppnum með Víking og skorað í þeim 1 mark.

Hann hefur komið gríðarlega vel inn í verkefnið hjá okkur og hefur verið einn af okkar lykilmönnum í sumar. Oliver er topp náungi og gott að vinna með honum, hann hefur fallið vel inn í hópinn og það er miklir leiðtoga hæfileikar í honum. Oliver hefur sýnt það með frammistöðu sinni í sumar að hann er einn besti hafsent í þessari deild

  • Arnar Gunnlaugsson, Þjálfari Víkings

Stjórn Knattspyrnudeildar Víkings er gríðarlega ánægð með áframhaldandi samstarf við Oliver og hlakkar til að sjá hann í fleiri leikjum með Víkingum næsta árið.