Matthías Vilhjálmsson semur við Víking

10. nóvember 2022 | Knattspyrna
Matthías Vilhjálmsson semur við Víking

Matti Villa mættur í Víkina!

Knattspyrnudeild Víkings hefur komist að samkomulagi við Matthías Vilhjálmsson um að spila með liðinu næstu tvö leiktímabil.

Matthías er flestum kunnur en hann hefur spilað með FH síðustu tvö leiktímabil og skoraði hann m.a. níu mörk með liðinu á nýliðnu tímabil. Matthías varð Íslandsmeistari með FH fjórum sinnum á fimm árum áður en hann fór í atvinnumennsku þar sem hann lék með Start, Rosenborg og Vålerenga í Noregi. Með Rosenborg varð Matthías fjórum sinnum Norskur meistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings;

Ég er gríðalega ánægður að fá Matta til liðs við okkur Vikinga. Ég hef þekkt hann í ansi mörg ár eða frá þvi við spiluðum saman hjá FH árið 2006. Matti er gæðaleikmaður sem hugsar mjög vel um sig og er hungraður í að hjálpa okkur við gera atlögu að titlum sem og að ná góðum árangri í Evrópukeppninni. Mikilvægast þó er að Matti er einstaklega góð manneskja sem mun hjálpa ungu leikmönnunum okkar að þroskast og bæta sinn leik

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking

Gríðarlega ánægður að hafa tryggt okkur þjónustu Matta næstu 2 árin, þetta er mikil leiðtogi og hæfileikaríkur leikmaður sem gefur okkur nýjan vinkil í sóknarleiknum. Maður sem er líka með knowhow í að vinna leiki og mót sem er eitthvað sem þú finnur ekki hvar sem er

Stjórn Knattspyrnudeildar Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að fá Matta í Víking og býður hann hjartanlega velkominn.