Íþróttakarl og íþróttakona Víkings 2023

29. desember 2023 | Félagið
Íþróttakarl og íþróttakona Víkings 2023
Á mynd (frá vinstri) Birnir Snær Ingason - Sigdís Eva Bárðardóttir

Fyrr í dag var knattspyrnufólkið Birnir Snær Ingason og Sigdís Eva Báradóttir útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Víkings árið 2023.

Birnir Snær Ingason

Birnir Snær átti mjög gott tímabil með Víkingsliðinu í sumar og var algjör lykilmaður í árangri liðsins. Hann spilaði samtals 30 leiki, skoraði í þeim 12 mörk og lagði upp 8 mörk fyrir liðsfélaga sína þegar Víkingsliðið tryggði sér sigur tvöfaldan sigur, í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Birnir Snær var kjörinn leikmaður ársins af stjórn knattspyrnudeildar sem og af liðsfélögum sínum. Hann var valinn leikmaður ársins í Bestu deildinni af leikmönnum deildarinnar og af Stúkunni á Stöð2 Sport. Þá var hann valinn í lið ársins hjá fotbolti.net og loks hlaut hann tilnefningu sem íþróttamaður Reykjavíkur árið 2023.

Sigdís Eva Bárðardóttir

Sigdís Eva hefur spilað í gegnum alla yngri flokka félagsins með sigursælum 2006 árgangi og hefur verið fastamaður í meistaraflokki frá árinu 2022, þá aðeins 16 ára.

Sigdís var að loknu tímabili valin í lið ársins í Lengjudeild kvenna ásamt því að vera valin efnilegasti leikmaður deildarinnar og í umsögn því tengdu  sögð hafa „sprungið algjörlega út í sumar“.

Sigdís hefur tekið þátt í verkefnum yngri landsliða Íslands um nokkurra ára skeið og á 26 leiki með U16, U17, U19 og U20, nýorðin 17 ára. Hún afrekaði það í sumar að spila með þremur landsliðum Íslands samtals 15 landsleiki.

Til hamingju Sigdís og Birnir ❤️🖤