Ingvar valinn í A-landsliðið
25. maí 2022 | Knattspyrna, FélagiðArnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, tilkynnti hópinn fyrr í dag fyrir leikina fjóra í júní.
Ísland leikur þrjá leiki í Þjóðadeild UEFA og einn vináttuleik. Liðið mætir Ísrael heima og að heiman og Albaníu heima í Þjóðadeild UEFA og San Marínó ytra í vináttuleik.
Ingvar Jónsson markmaður Víkings var valinn í hópinn fyrir komandi leiki, en Ingvar sem kom til liðs við Víking árið 2020 eftir að hafa leikið í atvinnumennsku í 6 ár hefur spilað mikilvægu hlutverki hjá Víkings síðan hann kom til félagsins.
Víkingar eru gríðarlega stoltir að eiga fulltrúa í A-landsliðs hóp Íslands og fylgjumst við spennt með komandi leikjum liðsins.
Leikirnir fjórir
Ísrael – Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45
Ísland – Albanía mánudaginn 6. júní á Laugardalsvelli kl. 18:45
San Marínó – Ísland fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45
Ísland – Ísrael mánudaginn 13. júní á Laugardalsvelli kl. 18:45
Áfram Víkingur og Áfram Ísland!