PETIT – HAMINGJUMÓTIÐ
20. júní 2021 | Félagið
Hamingjumót Petit árið 2023 verður haldið á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni helgina 12-13. ágúst 2023.
Upplýsingar um leikjaplan, vallarskipulag ásamt upplýsingum um bílastæði má finna hér að neðan
Mótið er fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna og er lögð áhersla á að krakkarnir hafi gaman á mótinu og kynnist stemningunni sem fylgir fótboltamótum. Mikilvægt er að leyfa krökkunum að vera á sínum forsendum.
Keppendur fá verðlaunapening og gjöf fyrir þátttöku á mótinu.
Þátttökugjald er 3.500 kr og munu 500 kr. af gjaldinu renna til Ljónshjarta.
Til að skrá lið til þátttöku skal senda póst á [email protected]
Nánari upplýsingar veitir Jakob Örn Heiðarsson í síma 519-7605 – Ívar Orri Aronsson í síma 519-7602 / tölvupóstur [email protected].
Ljónshjarta eru samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri. Nánari upplýsingar um Ljónshjarta má sjá á https://www.ljonshjarta.is
Leikjaplan
Laugardagur
Leikjadagskrá verður birt hér þegar hún er tilbúin
Sunnudagur
Leikjadagskrá verður birt hér þegar hún er tilbúin
____________________________

