fbpx

Emma Steinsen & Linda Líf í U23 landsliðið

7. september 2023 | Uncategorized
Emma Steinsen & Linda Líf í U23 landsliðið

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U23 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum gegn Marokkó. Leikirnir fara báðir fram í Rabat í Marokkó. Sá fyrri 22. september og sá síðari 25. september.

Eftir glæsilegt sumar að þá eigum við Víkingar tvo fulltrúa í hópnum sem gætu spilað sína fyrstu U23 landsleiki en þær Linda Líf Boama & Emma Steinsen Jónsdóttir hafa verið valdar í hópinn.

Emma Steinsen á samtals 8 leiki fyrir yngri landslið Íslands og eitt mark. Linda Líf á 10 leiki fyrir U19 ára landsliðið og hefur skorað í þeim þrjú mörk.

Emma & Linda áttu frábært tímabil með Víking í sumar sem átti fullkomið tímabil með því að vinna þrennuna ( Lengjubikarinn, Mjólkurbikarinn og Lengjudeildina )

Við óskum Emma og Lindu innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis með liðinu.