Efnilegir Víkingar í landsliðsverkefni

31. ágúst 2023 | Knattspyrna
Efnilegir Víkingar í landsliðsverkefni
Sölvi nr. 5, Jochum nr. 1, Haraldur nr. 13 & Þorri nr. 20

Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri spiluðu á dögunum á Telki-Cup æfingamótinu í Ungverjalandi.

Við Víkingar áttum fjóra fulltrúa í hópnum en þeir Jochum Magnússon, Sölvi Stefánsson, Haraldur Ágúst Brynjarsson og Þorri Heiðar Bergmann, leikmenn 3. flokks karla. Sölvi Stefánsson var seldur í sumar til AGF í Danmörku frá okkur Víkingum.

Á mótinu mættu strákarnir Króatíu, Úsbekistan & Ungverjalandi.

Fyrsti leikur liðsins var gegn Króatíu þar sem Íslenska liðið tapið 2-1. Jochum byrjaði leikinn í markinu og þá var Sölvi Stefánsson fyrirliði liðsins í leiknum. Haraldur og Þorri komu inn á sem varamenn í leiknum og skoraði Þorri mark Íslands.

Næsti leikur liðsins var gegn Úsbekistan þar sem liðið vann 2-0 sigur. Haraldur og Þorri voru í byrjunarliði Íslands en Jochum og Sölvi byrjuðu á bekknum en komu inn á í seinni hálfleik.

Þriðji og síðasti leikur liðsins var síðan gegn heimamönnum í Ungverjalandi þar sem liðið tapaði 3-0 gegn sterku liði Ungverja. Þar byrjuðu allir okkar leikmenn, Jochum, Sölvi, Þorri og Haraldur.

Dýrmæt reynsla fyrir þessa efnilegu leikmenn Víkings