Dómaranámskeið

16. febrúar 2023 | Uncategorized
Dómaranámskeið

Byrjendanámskeið fyrir dómara miðvikudaginn 2. mars klukkan 18:00 í félagsheimilli Víkings. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Víking Reykjavík vantar nauðsynlega fleiri dómara á öll þau verkefni sem framundan eru. Margar hendur vinna létt verk og með því að fjölga dómurum hjálpum við fyrst og síðast okkar frábæru iðkendum.

Dómgæsla í yngri flokkum er skemmtileg og gefandi hreyfing fyrir foreldra, forráðamenn og unglinga og afar þakklátt starf í þágu barnanna í okkar stóra hverfi. Að dæma leiki í yngri flokkum eykur skilning á leiknum og gerir áhorf viðkomandi á knattspyrnu ánægjulegri fyrir vikið.

Námskeiðið er ókeypis. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 100% viðvera á námskeiði skilyrði.