fbpx

Bergdís, Sigdís og Katla valdar í U19 ára landsliðið

8. september 2023 | Knattspyrna
Bergdís, Sigdís og Katla valdar í U19 ára landsliðið

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 20 leikmenn sem taka þátt í æfingamóti í Noregi.

Mótið fer fram dagana 22.-26. september í Sarpsborg og mætir liðið Svíþjóð 23. september og Noregi 25. september.

Bergdís Sveinsdóttir, Sigdís Eva Bárðardóttir & Katla Sveinbjörnsdóttir hafa verið valdar í hópinn fyrir komandi verkefni.

Bergdís, Sigdís & Katla hafa allar spilað gríðarlega stórt hlutverk með Víkingsliðinu í sumar sem vann þrennuna þrátt fyrir undan aldur.

Við óskum þessum ungu og efnilegum leikmönnum innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis!