Anika & Bergdís valdar í yngri landslið Íslands

23. mars 2023 | Knattspyrna
Anika & Bergdís valdar í yngri landslið Íslands

Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt U19 ára hóp kvenna sem tekur þátt í milliriðil fyrir undankeppni EM og þá hefur landsliðsþjálfari U15 ára kvenna valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum.

U19 kvenna – Hópurinn fyrir milliriðla undankeppni EM 2023

Ísland er þar í riðli með Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu, en leikið er í Danmörku dagana 5.-11. apríl.

Bergdís Sveinsdóttir ( F. 2006 ) leikmaður meistaraflokk kvenna hefur verið valinn í U19 ára landsliðshóp fyrir mótið en hún er ennþá gjaldgeng í U17 ára landsliði Íslands. Bergdís hefur leikið upp yngri flokka Víking  og er gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur spilað stórt hlutverk í efnilegu liði Víkings í vetur og verður spennandi að fylgjast með henni í Víkings liðinu í sumar.

Hópur valinn til æfinga hjá U15 kvenna

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 27.-29. mars.

Anika Jóna Jónsdóttir, leikmaður 4. flokks Víking hefur verið valinn í hópinn fyrir úrtaksæfingarnar. Anika Jóna er í hópi ógnarsterks hóps 4. flokks kvenna sem er kominn lang leiðinna með að vinna Reykjavíkurmótið