Ákall um stuðning!

26. mars 2024 | Félagið, Handbolti
Ákall um stuðning!
Meistaraflokkur karla 2023/24.
Miðvikudaginn 27. mars kl 19:30 í Safamýri mætast Víkingur og HK í mjög mikilvægum leik um að halda sæti sínu í Olís deildinni.
Aðeins eitt stig skilur liðin að þegar 3 umferðir eru eftir af deildinni. Víkingur er í 10 sæti með 10 stig en HK með 9 stig í 11 sæti. Sæti 11 og 12 falla beint niður í Grill 66 deildina og þarf því ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins. Handknattleiksdeild Víkings vill biðla til allra Víkinga um að mæta á völlinn og fylkja sér á bakvið liðið og helst taka sem flesta með sér í stemninguna.
Ykkar stuðningur skiptir svo sannarlega miklu máli í þessum háspennuleik.
Víkingssjoppan verður á sínum stað hlaðin veitingum fyrir svanga og þyrsta gesti.