Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

8 liða úrslit kvenna: Selfoss kemur á Víkingsvöllinn

30. maí 2023 | Knattspyrna
8 liða úrslit kvenna: Selfoss kemur á Víkingsvöllinn

Núna rétt í þessu var dregið í átta-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Sjö lið úr Bestu deildinni voru í pottinum og auk þeirra var toppliðið í Lengjudeildinni, Víkingur í pottinum.

Við fáum Bestu deildar liðið Selfoss í heimsókn á heimavöll hamingjunnar en leikurinn verður spilaður föstudaginn 16. júní kl 17:30 á Víkingsvelli.

Víkingsliðið tryggði sér áfram í 8 liða úrslitin eftir 1-4 sigur gegn KR í 16 liða úrslitum á meðan Selfoss tryggði sér farseðilinn í 8 liða úrslitin með 0-1 sigri gegn Tindastól.

Næstu fimm leikir
3 júní – Fylkir ( Würth völlurinn kl 12:30 )
8 júní – Afturelding ( Víkingsvöllur kl 19:15 )
13 júní – KR ( Meistaravellir kl 19:15 )
16 Júní – Selfoss ( Víkingsvöllur kl 17:30 )
21 Júní – Grindavík ( Víkingsvöllur  kl 19:15 )

Dagskrá fyrir komandi leiki er birt með fyrirvara um breytingar.