Sumarnámskeið

 

Knattspyrnuskóli Víkings

Knattspyrnuskólinn er fyrir krakka á aldrinum 5-13. Námskeiðin eru ýmist kl. 9-12 eða kl. 9-16. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og frá 16-17 og er það innifalið í gjaldinu.

Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig. Eftir hádegi verður farið í hjólaferðir, ratleiki og margt fleira.
Kennarar við skólann eru íþróttakennarar að mennt og/eða reyndir og sérmenntaðir í sinni íþrótt.

Námskeið 1. 12. júní – 23. Júní / Tvær vikur
Námskeið 2. 26. júní – 7. júlí / Tvær vikur
Námskeið 3. 10. júlí – 21. júlí / Tvær vikur

Námskeið 4. 14. ágúst – 18. ágúst / Ein vika  (Frá 9 - 12:00) 

Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)

Heill dagur  kr. 20.000                                                                                                         

Hálfur dagur kr. 11.000                                                                                                            

Heill dagur með knattspyrnuæfingum (7. og 6. fl.) kr.16.000         

Vikunámskeiðin eru helmingi ódýrari.                                                   

 

Handboltaskóli Víkings 

Handboltaskóli Víkings 2017 fer fram 8. - 18. ágúst og er fyrir krakka á aldrinum 5 - 12 ára. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum handboltans.

Börn fædd 2006-2011 (8,7,6 flokkur)
Námskeiðið er frá kl. 9-12.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum handboltans.

Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)

Hálfur dagur kr. 11.000                 

TENNISSKÓLI

Tennisskóli er fyrir krakka á aldrinum 7-15 ára.  Þau  kynnast grunnatriðum tennis¬íþróttar¬innar í formi léttra æfinga og leikja. Krakkar sem ljúka tveggja vikna námskeiði læra „Míni Tennis“ sem er grunnstigsleikur fyrir byrjendur. Einnig helstu reglur í tennis og hvernig á að telja í tennisleik.    
Ungt afreksfólk (sem keppir á tennismótum): 

Á þeim námskeiðum er lögð meiri áhersla á taktík og flókna tækni. Nemendur í þeim flokki kynnast aðferð¬um sem auka einbeitingu í keppni.  

Námskeiðin er undir leiðsögn landsliðsþjálfara og leikmönnum og fara fram á tennisvöllum Víkings við Traðarland í Fossvogsdal og  íþróttahúsi Foss¬vogsskóla, þegar veður er óhagstætt.  Krakkarnir mæti í íþróttafatnaði og með nesti. Tennisskólinn útvegar spaða á námskeiðunum. Námskeiðin  eru  haldin  virka   daga  kl. 9-12  og 13-16.

Námskeiðsgjald er 18.500 kr. Öll börn í tennisskólanum fá Wilson tennisspaða, boltar og viðurkenningu fyrir þátttöku. Veittur er 20% systkinaafsláttur og 20% afsláttur ef sótt er um fleiri en eitt námskeið. Mögulegt er að skrá þátttakendur viku í senn. Þá kostar vikan 11.800 kr. 

KRAKKA- OG FULLORÐINSÆFINGAR

Æfingar fyrir  krakkar verða frá kl.17 til 18:30, mánudaga til fimmtudaga. Æfingagjald fyrir tvær vikur er 12.000 kr.  Byrjendanámskeið      fyrir     fullorða    verður frá kl. 18.30  til 19.30, á mánudögum og miðvikudögum.  Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði tennis¬íþróttarinnar í bland við skemmtilega tennisleiki. Spaðar og boltar eru á staðnum. Gjald fyrir tveggja vikna námskeið er 8.000 kr.   Námskeið fyrir fullorðna, lengra komna, verður frá kl. 18.30 til 19.30 á þriðjudögum og fimmtudögum.  Gjald fyrir tveggja vikna námskeið er 8.000 kr.

SUMARÁSKRIFT

Tennisklúbbur Víkings er með frábært verð á  sumaráskrifta¬rkortum fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Kortin gilda frá 1.maí til 31.ágúst. 

Einstaklingskort   10.000 kr.

Fjölskyldukort  15.000 kr. 

Börn 16 ára og yngri spila frítt  þegar vellir eru lausir

Stakur vallartími er á 2.000 kr. / 1,5 kl.

Vallarpöntun tekin í síma 820-0825

_________________________________________________                                                                                            

Skráning fer fram á www.vikingur.felog.is   Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu. Hægt er að nýta sér frístundastyrk, nauðsynlegt er að nota íslykil eða rafræn skilríki við innskráningu og notast við www.vikingur.felog.is  ekki skráningu í gegnum rafræna reykjavík. 

Allar nánari upplýsingar um námskeið á vegum Víkings er hægt að fá í síma 519 7600 milli kl. 9:00 -16:00 og í gegnum tölvupóst, 

 

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna