Almennings

Þegar litið er til baka yfir liðið ár þá kemur fyrst í hugann mynd af glöðum skokkurum á góðviðrisdegi, spjallandi um heima og geima, sér alveg að gleyma, þverandi golfvöll í Mosfellsbæ í óþökk þeirra sem voru að undirbúa sveifluna.

Amsterdam 21km lokið

Stór hópur frá skokkhópi Víkings fór til Amsterdam í október og tók þátt í Amsterdam maraþoninu. Sex Víkingar hlupu heilt maraþon, 17 Víkingar hlupu hálft maraþon og tveir Víkingar tóku þátt í 8 kílómetra hlaupi.

Nú þegar tími hinna fögru fyrirheita er upp runninn er tilvalið að koma og prófa æfingar hjá skokkhópi Almenningsíþróttadeild Víkings. Skokkhópurinn er fyrir alla, byrjendur í skokki og vana hlaupara. Í skokkhópnum eru núna um 80 félagar af öllum stærðum og gerðum.

  • alt
Í Almenningsíþróttadeild Víkings (Almó) eru nú starfandi tveir hópar - SKOKKHÓPUR og HJÓLAHÓPUR. Allir velkomnir alltaf - sendu okkur póst á ef þú vilt vera með!

Vetrarhjólreiðar og styrktarþjálfun - hvítt

 Í haust hefur hress hjólahópur hist vikulega við Víkingsheimilið. Klukkan 18:00 á fimmtudögum hittist hópurinn og hjólar af stað annaðhvort í áttina að Elliðarárdalnum eða að Fossvoginum.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna