Þorrablót Víkings 2022

15. desember 2021 | Knattspyrna, Handbolti
Þorrablót Víkings 2022

Þorrablót Vikings verður haldið föstudaginn 28. janúar 2022. Allur ágóði rennur í barna-og unglingastarf hjá Víkingi.

Geggjuð skemmtiatriði, matur og dansiball

Veislustjórinn er enginn annar en Þorkell Máni fjölmiðlamaður. Úr titlalausum Hafnarfiði mætir Friðrik Dór og tekur nokkur vel valin lög til að rífa upp stemninguna áður en hljómsveitin Albatross stígur á svið. Þá mun söngdrottning stíga á svið með bandinu og taka nokkra slagara.

Miðaverð er 12.900 krónur, matur og ball. Miðaverð hækkar í 13.900 þann 3. janúar þannig tryggðu þér miða í tíma. Viðbúið er að uppselt verði á þorrablótið líkt og áður.

Að sjálfsögðu verður þorrahlaðborðið frábæra frá þorrakónginum í Múlakaffi á boðstólunum. Þeir sem ekki borða þorramat þurfa ekki að hafa áhyggjur því einnig verður í boði lambalæri með tilheyrandi meðlæti þannig að engin fer svangur heim…né þyrstur.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Barna – og unglingaráð Víkings
Áfram Víkingur!