Tennis

Víkingur hefur átt í viðræðum við  Reykjavíkurborg um viðhald vallanna en ljóst er að Borgin mun ekki veita nauðsynlegu fjármagni í að koma völlunum í nauðsynlegt framtíðarástand. Í þessum viðræðum hefur komið fram að Reykjavíkurborg er að vinna í því að koma allri tennisstarfsemi innan Reykjavíkur á einn stað en það mun ekki verða í Fossvogi. Í þessu ljósi óskaði aðalstjórn Víkings eftir að láta taka tennisvellina í burtu samhliða framkvæmdum á svæðinu sem munu hefjast í vor.

Á fundi með Reykjavíkurborg þriðjudaginn 28. mars var hins vegar ákveðið að  fresta því að taka tennisvellina  í burtu m.a. vegna skipulagsmála. Jafnframt hefur Reykjavíkurborg samþykkt að veita fjármunum í allra nauðsynlegustu lagfæringar á völlunum og umhverfi þeirra fyrir komandi sumar í samráði við félagið. Það er því ljóst að tennisvellir félagsins verða ekki teknir í burtu í sumar og munu tennisáhugamenn og aðrir geta nýtt vellina í Fossvoginum.

Aðalstjórn Víkings hefur ávallt veitt tennisdeild Víkings, sem telur um 25 iðkendur, góðan stuðning og leggur mikla áherslu á að veita öllum deildum félagins góða umgjörð. Knattspyrnufélagið Víkingur treystir því að Reykjavíkurborg búi tennisíþróttinni í Reykjavík framtíðaraðstöðu í  svo sómi sé að.

Víkingur er hverfafélag í besta skilningi þess hugtaks. Félagið eru þekkt fyrir að búa vel að æskufólki á heimaslóðum sínum og margar fjölskyldur nefna barna- og unglingastarf félagsins sem helstu ástæðu þess að þær vilja búa í Víkingshverfunum. Deildir Víkings eru sjö talsins og skráðir iðkendur hjá Víkingi, yngri en 16 ára eru um 1.200.

Knattspyrnufélagið Víkingur

Björn Einarsson

Formaður 

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna