Viltu byrja að æfa

Allir krakkar eru hjartanlega velkomnir að æfa skíði með Skíðadeild Víkings

Krakkar geta byrjað að æfa skíði á öllum aldri. Við leggjum okkur fram um að taka vel á móti nýliðum og finnum þeim æfingahóp sem hentar þeirra getustigi. Veturinn 2020-21 bjóðum við upp á stutt byrjendanámskeið, þar sem nýliðar geta mátað sig við skíðaíþróttina áður en þeir taka ákvörðun um hvort þeir vilji byrja að æfa. Þessi námskeið gera okkur einnig mögulegt að taka á móti byrjendum sem ekki eru orðnir lyftuvanir en iðkenndur þurfa að vera lyftufærir þegar mætt er á æfingar. Við biðjum nýliða að hafa samband við þjálfara í viðkomandi aldursflokki (sjá símanúmer og facebook hópa hjá upplýsingum um æfingar og þjálfara).

Æfingar allan veturinn

Strax og skíðafæri gefst hefjast skíðaæfingar í Bláfjöllum. Yngstu krakkarnir mæta laugardaga og sunnudaga en þau elstu flesta daga sem opið er fyrir æfingar. Á haustin er iðkendum boðið upp á þrekæfingar frá því fljótlega eftir að skólinn hefst og þar til við fáum snjóinn. Byrjað er á margskonar æfingum útivið, gjarnan hjólað meðan veðrið leyfir og stundum farið á skauta, en þegar kólnar færast æfingarnar inn í íþróttahús.

Skálinn okkar Í Bláfjöllum á Skíðadeild Víkings skála sem kallast Hengill. Þegar fjallið er opið er skálinn opinn almenningi og gestir velkomnir í sjoppu foreldrafélagsins. Þarna höfum við góða aðstöðu og ef krakkarnir mættu ráða myndu þau líklega gista í skálanum allar helgar.

Hengill – Öflugt foreldrastarf

Skíðadeildir Víkings og ÍR starfa saman undir nafninu Hengill. Allir foreldrar (eða forráðamenn) barna sem æfa skíði hjá Hengli eru félagar í foreldrafélagi Hengils og eru stjórnir skíðadeildanna myndaðar af foreldrum. Deildirnar eru reknar af foreldrum iðkenda og þar sem margar hendur vinna létt verk mynda stjórnirnar og foreldrafélagið vinnuhópa eða nefndir til að halda utanum einstaka þætti í starfinu. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í íþróttastarfi barna sinna með því að bjóða fram krafta sína í vinnuhópa, taka þátt í mótahaldi, og sinna tilfallandi viðvikum þegar á þarf að halda. Ætlast er til að allar fjölskyldur standi tvær sjoppuvaktir yfir veturinn, sem er mikilvægur liður í fjáröflun starfsins. Núverandi nefndir eru alpagreinanefnd, mótanefnd, sjoppunefnd, skálanefnd, Andrésarnefnd, fatanefnd og fjáröflunarnefnd.

Skráning í Sportabler

Skráning á iðkendum fer fram með forritinu Sportabler sem er aðgengilegt hér https://www.sportabler.com/shop/hengill 

Skrá þarf iðkendur í réttan hóp í Sportabler með því að velja Víkinur æfingagjöld og  nota kóðana í töflunni fyrir neðan

Skráning í Sportabler   
16 ára og eldri PEK76M
14 - 15 ára 48O6ZC
12 - 13 ára  63WS4K
10 - 11 ára  GH8QXX
8 - 9 ára GR9FPE
7 ára og yngri 3S0WCW

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna