Skíði

Fyrri ferðn hefst kl. 07:00.

Hér að neðan má sjá viðtal við Brynjar sem birtist í morgunblaðinu í dag.

ÓL Sotsjí Sindri Sverrisson

Topp 30 algjör draumur
Brynjar Jökull Guðmundsson keppir í svigi og stórsvigi á ÓL í Sotsjí Er með talsvert meiri væntingar í sviginu og telur brekkuna þar henta sér vel
»Ég hef prófað að reyna að fara af einhverju öryggi niður brekkuna og það virkar ekki neitt. Ég gerði það í fyrri ferðinni á HM í fyrra og sá alveg að...

Djarfur Brynjar Jökull Guðmundsson ætlar að keyra á fullu og sjá hverju það skilar í Sotsjí.
»Ég hef prófað að reyna að fara af einhverju öryggi niður brekkuna og það virkar ekki neitt. Ég gerði það í fyrri ferðinni á HM í fyrra og sá alveg að það virkar bara ekki. Á þessum stalli þá keyra allir á 300 km/klst og maður þarf helst að keyra sjálfur á 400,« sagði Brynjar Jökull Guðmundsson við Morgunblaðið. Víkingurinn stóri og stæðilegi keppir bæði í svigi og stórsvigi í Sotsjí en segir væntingar sínar talsvert meiri í sviginu.
»Ég miða svolítið við HM í fyrra þar sem ég náði í hóp 40 efstu í sviginu. Ég veit samt að ég get gert betur þannig að ég stefni á topp 35 og topp 30 yrði algjör draumur. Ég reyni samt að halda væntingunum þokkalega niðri og ætla bara að keyra á fullu og sjá hverju það skilar,« sagði Brynjar sem er nokkuð sáttur með brekkurnar sem keppt er í á leikunum.
»Mér finnst svigbrekkan henta mér ágætlega svo það er alveg raunhæft að ég nái í hóp 30 efstu. Hún er rosalega löng en ég er búinn að vera duglegur að æfa og tel að ég muni hafa þetta bæði á styrknum og snerpunni þó svo sé,« sagði Brynjar sem eins og áður segir er rólegri yfir stórsviginu.
Lengsta stórsvig ævinnar
»Þar eru væntingarnar ekki miklar. Ég hef verið pínu óheppinn með meiðsli í hnjánum. Þau höndla ekki alveg þessa löngu pressu sem fylgir stórsvigi svo ég hef ekki æft það alveg jafnmikið. En ég tel brekkuna henta mér þar, þó hún sé reyndar mjög löng. Þetta verður áreiðanlega lengsta stórsvig sem ég hef á ævinni keppt í. Þessir bestu fara brautina á einni og hálfri mínútu,« sagði Brynjar. Gangi róðurinn illa í Sotsjí verður árinni ekki kennt um en Brynjar er með nýjan skíðaútbúnað sem hann hefur aðeins náð að venjast fyrir leikana:
»Ég er með góðan samning við skíðavöruframleiðandann HEAD og fékk glænýjar vörur fyrir leikana sem ég er mjög spenntur fyrir. Skíðin lofa mjög góðu og maður getur alla vega ekkert notað þau sem afsökun ef illa gengur.«

Normal 0 21 false false false IS X-NONE X-NONE MicrosoftInternetExplorer4

19.febrúar – Stórsvig Karla – Brynjar Jökull Guðmundsson og Einar Kristinn Kristgeirsson

                Fyrri ferð hefst kl. 07:00

21.febrúar – Svig kvenna - Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir

                Fyrri ferð hefst kl. 12:45

22.febrúar – Svig karla - Brynjar Jökull Guðmundsson og Einar Kristinn Kristgeirsson

                Fyrri ferð hest kl. 12:45

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna