Íþróttaskóli Víkings

Á vegum Knattspyrnufélagsins Víkings er starfræktur Íþróttaskóli barnanna sem ætlaður er börnum á aldrinum 2-5 ára. Þar fer fram fjölbreytt og áhugaverð dagskrá þar sem haft er að leiðarljósi að efla skyn- og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit hvort til annars. Íþróttaskólinn fer fram laugardag

 Haustnámskeið 2018

Hópnum er iðulega skipt í tvennt: 

 Börn fædd 2015 - 20016 kl. 9:30

Börn fædd 2014 - 2013 kl. 10:30

 Fyrsti tími haust 2018 er laugardagurinn 22. september en um er að ræða 10 skipti.

Upphafsbréf haustannar 2018 

Mælt er með að börnin mæti berfætt eða í sokkum með stjörnum undir svo þau nái sem bestu gripi á gólfinu og renni ekki. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í tímunum og vera börnunum til aðstoðar t.d. í áhaldahringjum og við klifur. Ef barn er óöruggt á einhvern hátt (skortir kjark eða færni) þarf líka að styðja það vel í upphafi og draga sig síðan í hlé þegar færnin verður meiri og sjálfstraust eykst. 

Aðstaða er til fataskipta sé þess óskað. 

Verð fyrir námskeiðið er kr.12.500 kr fyrir 10 tíma.

Að venju fá börnin boli merkta skólanum og Víkingi. 

Aðeins er pláss fyrir 40 börn í hvoru námskeiði. 
Hægt er að fá nánari upplýsingar um Íþróttaskóla barnanna í Víkinni í síma 519-7600 eða með því að senda tölvupóst á 

Þjálfarar skólans eru 

Gabríela Birna Jónsdóttir, Íþrótta- og heilsufræðinemi, gsm: 845 9677

Gunnar Geir Gunnlaugsson, Íþrótta- og heilsufræðinemi, gsm: 770 3245

Tíma á haustönn 

22. september 

6. október 

13. október 

20. október

27. október

3. nóvember 

10. nóvember 

17. nóvember

24. nóvember 

1. desember 

 

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna