Ársmiðar - Pepsi deild

PEPSI deild karla 2018 – Ársmiðar á heimaleiki Víkings

Sala ársmiða á heimaleiki meistaraflokks karla í Pepsi-deildinni er hafin. Forsala á ársmiðum stendur yfir til 15. apríl. Á þeim tíma er hægt að nálgast miða með allt að 27% afslætti.

Með rafrænni sölu miða er nú hægt að bjóða gestum að velja sér númeruð sæti, en fram til þessa hefur verið frjálst sætaval á leikjum í Pepsi deildinni í Víkinni. Stuðningsmenn Víkings sem kaupa ársmiða eða eru félagar í Víkingasveitinni fá forgang um að velja númeruð sæti í áhorfendastúkunni á heimaleikjum félagsins.

Ársmiðasla | Pepsi deild karla 2018

 

Eftirfarandi tegundir miða eru í boði:

  1.            Heimaleikjakort – Þetta gamla góða!   

Heimaleikjakortið gildir á alla 11 heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla 2018. Korthafar fá fimm fría leiki miðað við almennt miðaverð, sem er 2.000 kr.

Verð kr. 16.500 – Forsöluverð kr. 12.000.  

 

  1.            Fjölskyldumiði – Fyrir alla fjölskylduna!

Fjölskyldumiði er ný tegund ársmiða og gildir á alla 11 heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla 2018. Ársmiðinn gildir fyrir 2 fullorðna og allt að 4 börn yngri en 20 ára.

Verð kr. 26.500 – Forsöluverð kr. 20.000. 

 

  1.            Silfurmiði – Létt hressing í hálfleik!       

Silfurmiði er ný tegund ársmiða sem gildir á alla heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla. Miðinn veitir aðgang að kaffiveitingum í Berserkjakjallaranum í hálfleik þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar og sódavatn.

Verð kr. 25.500 – Forsöluverð kr. 19.000

 

  1.            Gullmiði – Matur og bolti!

Gullmiði gildir á alla heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla. Gullmiðinn árið 2018 verður á lægra verði en í fyrra og meira verður innifalið með þessum miða. Nýi Gullmiðinn veitir bæði aðgang að veitingum fyrir leik og í hálfleik í Berserkjakjallaranum.

Fyrir leik er boðið upp á bjór og Serrano og í hálfleik verður boðið upp á kaffiveitingar og sódavatn.

Verð kr. 32.000 – Forsöluverð kr. 25.000

 

  1.            VIP-miði – Fyrir þá allra hörðustu!

VIP miði gildir á alla heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla og veitir auk þess aðgang í Hátíðarsalinn klukkustund fyrir leik og í hálfleik. 

Fyrir leik er boðið upp á létta rétti og snittur frá Múlakaffi og bjór frá Víking. Í hálfleik er boðið upp á bjór og kaffi.

Verð kr. 60.000 – Forsöluverð kr. 54.000

 

Ársmiðasla | Pepsi deild karla 2018

-----------

Pepsi-deild karla 2018: Heimaleikir Víkings

Umferð Leikdagur            Klukkan Heimalið              Gestir

1             lau. 28. apríl       18:00     Víkingur               Fylkir

2             mán. 7. maí        19:15     Víkingur               Valur

4             fös. 18. maí         19:15     Víkingur               Grindavík

6             sun. 27. maí        17:00     Víkingur               Fjölnir

8             lau. 9. júní           14:00     Víkingur               ÍBV

12           mán. 16. júlí       19:15     Víkingur               Keflavík

14           sun. 29. júlí         19:15     Víkingur               Stjarnan

16           mán. 13. ágúst  18:00     Víkingur               Breiðablik

18           lau. 25. ágúst     16:00     Víkingur               KA

20           sun. 16. sept      14:00     Víkingur               FH

22           lau. 29. sept       14:00     Víkingur               KR

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna