Knattspyrna

Gengið hefur verið frá tveggja ára samningi við Freyju Friðþjófsdóttur.

Freyja, sem fædd er árið 2000, byrjaði ung að spila með Val og lék um tíma bæði körfu- og fótbolta fyrir Hlíðarendafélagið. 11 og 12 ára var hún valin körfuknattleiksleikmaður síns aldursflokks, en frá þeim tíma fór fótboltinn að taka meira til sín og titlarnir þar að tikka inn. Hún var í leikmannahópi Vals, sem varð Íslandsmeistari í 4. fl. árið 2013 og í 3. fl. þegar Valur varð meistari bæði A- og B-liða 2015. Hún varð Reykjavíkurmeistari B- og/eða A-liða öll árin frá 2013 til 2016 fyrst í 4. fl. og síðar í 3. fl. Hún varð svo bikarmeistari með 2. fl. Vals árið 2019, en þess í milli spilaði hún einnig fyrir sameiginlegt liða Vals og Knattspyrnufélags Hlíðarenda, KH.

Haustið 2019 söðlaði hún um og flutti til Noregs, þar sem hún gekk til liðs við Halsöy sem spilaði þar í 2. deild. Hún gekk svo til liðs við Víking sumarið 2020 og spilaði alls 14 leiki fyrir meistaraflokk í deild og bikar. Í vetur hafa svo bæst við tveir leikir í Reykjavíkurmótinu.

Freyja átti nánast fast sæti í byrjunarlið síðasta sumar, eða allt þar til hún meiddist í lok september. Hún hafði þá komið sterkari og sterkari inn í hvern leikinn á fætur öðrum. Það er Víkingum mikið gleðiefni að hafa gengið frá samningi við Freyju, enda góður liðsmaður þar á ferð.

AIMG 4226 edited

Freyja og John þjálfari meistaraflokks kvenna. 

AIMG 4197 edited

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna