Knattspyrna

Víkingur semur við Jóhannes Dag og Steinar

Knattspyrnudeild Víkings tryggði sér nýlega krafta tveggja af efnilegustu leikmönnum félagsins þegar Jóhannes Dagur Geirdal og Sigurður Steinar Björnsson skrifuðu undir sína fyrstu samninga við félagið. Jóhannes og Steinar eru báðir uppaldir Víkingar og koma inn í æfingahóp meistaraflokks eftir að hafa verið valdir í úrtakshóp U17 landsliðsins fyrr á árinu.

Þeir félagar eru báðir fæddir árið 2004 og hafa á undanförnum árum sýnt miklar framfarir undir handleiðslu þjálfara barna og unglingaráðs félagsins, sem starfa undir markaðri afreksstefnu og í nánu samráði við þjálfara meistaraflokks og yfirþjálfara félagsins.

Knattspyrnudeild Víkings lýsir mikilli ánægju með framgang Jóhannesar og Sigurðar Steinars og væntir þess að þeir haldi áfram á þeirri afreksbraut sem þeir hafa fetað hingað til. Víkingur á fastlega von á að fleiri úr afreksstarfinu og þá sérstaklega úr Íslandsmeistaraliði 5. flokks árið 2016 banki á dyrnar á næstu misserum.

Framtíðin er svo sannanlega björt á heimavelli hamingjunnar!

150102916 10157767671503239 2664228897066255325 o

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna