Knattspyrna

Gló styður Knattspyrnudeild Víkings

Veitingastaðurinn Gló og Knattspyrnudeild Víkings hafa gert samstarfssamning og auglýsingasamning.

Samningurinn felur í sér að leikmenn meistaraflokks kvenna og karla munu borða mat frá Gló fyrir alla leiki á Íslandsmótinu.  Auk þess mun einn leikmaður kvennaliðsins og karlaliðsins borða frítt hjá Gló. Viðkomandi leikmaður verður þá meðal afreksíþróttamanna sem Gló styður við bakið á. Meðal íþróttamanna sem Gló hefur styrkt má nefna Söru Gunnarsdóttur landsliðsmann í knattspyrnu og Annie Mist tvöfaldan heimsmeistara í Crossfit.

Allir stuðningsmenn Víkings munu fá 15% afslátt á veitingastöðum Gló. Upplýsingar um hvernig stuðningsmenn fá afsláttinn verða kynntar í Fréttabréfi Víkings, heimasíðu Víkings og á samfélagsmiðlum. Gló rekur tvo veitingastaði og er annar þeirra í Fákafeni 11 og er hinn í Hæðarsmára 6. Við hvetjum alla stuðningsmenn Víkings að nýta sér afsláttinn.

IMG 4077 2

Petra Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Gló og Friðrik Magnússon formaður knattspyrnudeildar stilltu sér upp þegar samningurinn var í höfn

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna