Knattspyrna

Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir ánægju með að hafa samið við Margréti Evu Sigurðardóttur um að leika með félaginu næstu tvö árin.

Margrét Eva, sem er fædd árið 1999, á djúpar rætur í Víking. Margrét lék sinn fyrsta meistaraflokksleik 15 ára gömul árið 2015 með HK/Víking og alls 15 leiki það tímabil, enn á 3.flokks aldri.

Margrét hefur nú leikið alls 130 meistaraflokksleiki og á 6 leiki með U-19 ára landsliði Íslands. Margrét Eva var einn af burðarstólpum í Pepsi-deildar liðið HK/Víkings tímabilin 2018 og 2019.

Knattspyrnudeild Víkings fagnar því að Margrét Eva muni spila með nýju liði Víkings í 1.deild kvenna sumarið 2020.

Áfram Víkingur !

82839622 10156721817958239 5977840339904364544 o

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna