Knattspyrna

Knattspyrnudeild Vikings hefur ráðið John Henry Andrew sem þjálfara meistaraflokks kvenna, sem spilar í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.

John fær það mikilvæga verkefni að byggja upp nýjan meistaraflokk kvenna í knattspyrnu hjá félaginu. Víkingur ætlar sér stóra hluti í íslenskri kvennaknattspyrnu í framtíðinni enda hefur félagið á að skipa afar sterkum og efnilegum yngri flokkum í kvennaknattspyrnu.

John þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá Aftureldingu í efstu deild til margra ára, en tvö síðustu árin var hann hjá Völsungi og kom meistaraflokki þeirra upp í Inkosso deild á síðasta tímabili. John hefur reynslu að starfa á alþjóðlegum vettvangi en hann starfaði meðal annars fyrir alþjóðlegu akademíunni hjá Liverpool.

John er með UEFA Á þjálfara gráðu og stefnir á að ljúka UEFA pro gráðu í upphaf næsta árs. Hann er einnig með háskólagráðu í íþróttafræðum.

Víkingur býður John Andrews velkominn til starfa og bindur miklar vonir við störf hans.

Reykjavík 07.11.2019

Stjórn Knattspyrnudeildar Víkings

AIMG 9952 edited

John Andrews nýráðin þjálfarri meistaraflokks kvenna og Friðrik Magnússon formaður Knattspyrnudeildar Víkings

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna