Knattspyrna

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samninga við fjóra lykilleikmenn félagsins. Davíð Atlason, Dofri Snorrason, Erlingur Agnarsson og Nikolaj Hansen skrifuðu allir undir framlengingar á samningum sínum í vikunni sem leið.

Davíð Örna Atlason min     

 

     Davíð Örn Atlason er hægri bakvörður, fæddur árið 1994. Hann er uppalinn Víkingur og hefur verið fasta maður í meistaraflokksliðinu frá árinu 2015.

     Nýr samningur Davíðs gildir út tímabilið 2021.Hann á að baki landsleiki fyrir U17 og U21 árs landslið Íslands.asd

     Davíð var í sumar valinn í lið ársins af leikmönnum í deildinni og þá völdu fréttamiðlarnir fotbolti.net og 433.is hann einnig í lið ársins sem hægri bakvörð.

 

 

 

Dofri Snorrason min

 

 

Dofri Snorrason er hægri bakvörður og miðjumaður, fæddur 1990. Hann hefur leikið með Víkingi samfleytt frá árinu 2013 en hann var einnig á láni hjá Víkingi frá KR sumarið 2010.

Hann lék síðastliðið sumar sinn 200 leik fyrir félagið. Nýr samningur Dofra gildir út tímabilið 2021.

 

 

 

Erlingur Agnarsson min           

 

           Erlingur Agnarsson er sóknarmaður sem fæddur er árið 1998. Hann er uppalinn í Víkingi og lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki sumarið 2015.

Hann á að baki 58 leiki í deild og bikar fyrir félagið. Erlingur hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. Nýr samningur Erlings gildir út tímabilið 2021.

 

 

 

 

Nikolaj Hansen min         

 

          Nikolaj Hansen er danskur framherji sem fæddur er árið 1993. Hann kom til Víkings frá Val um mitt sumar 2016. Nikolaj hefur skorað 22 mörk í deild og bikarkeppni á Íslandi í 71 leik.

          Hann lék áður fyrir Vestsjælland og HB Koge í heimalandinu. Nýr samningur Nikolaj gildir út tímabilið 2021.

         

 

        Víkingur fagnar því að hafa tryggt sér áframhaldandi samstarf við þessa öflugu leikmenn.

 

 

 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna