Knattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildar Víkings var haldið laugardaginn 28. september í Víkinni, en þann sama dag lauk keppni í Pepsi Max deild karla. Venju samkvæmt voru leikmenn verðlaunaðir fyrir áfanga sem þeir náðu í sumar þegar kemur að leikjafjölda hjá félaginu. Sölvi Geir Ottesen spilaði sinn 100. leik fyrir Víking í sumar, Dofri Snorrason lék sinn 200. leik fyrir félagið og Halldór Smári Sigurðsson lék sinn 300. leik snemma í sumar. Þeim var öllum afhent viðurkenning af því tilefni.

Sölvi Geir Ottesen var valinn besti leikmaður liðsins af leikmönnum og fékk því afhentan Hafliðaskjöldinn, en hann var einnig valinn bestur af stjórn knattspyrnudeildar. Ágúst Eðvald Hlynsson var valinn efnilegasti leikmaður Víkings árið 2019.

Hjá HK/Víkingi var Gígja Valgerður Harðardóttir, valin besti leikmaður utan sem innan vallar, valin af liðsfélögum og fékk Lárubikarinn til minningar um Láru Herbjörnsdóttur. Eva Rut Ásþórsdóttir, var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks og Audrey Rose Baldwin var valin besti leikmaður meistaraflokks HK/Víkings.


Joomla Gallery makes it better. Balbooa.com

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna