Knattspyrna

Fréttatilkynning frá Víkingi: - 13.09.2019

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til tveggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu. Arnar tók við liðinu síðastliðið haust af Loga Ólafssyni og hefur gríðarleg ánægja verið með störf hans í Fossvoginum. Tímasetning framlengingarinnar í aðdraganda bikarúrslitaleiks er öllum sem koma að félaginu mikið ánægjuefni.

Knattspyrnudeild Víkings hlakkar til áframhaldandi uppbyggingar í samvinnu við Arnar og skorar á alla Víkinga að mæta á bikarúrslitaleikinn á morgun.


Knattspyrnudeild Víkings

Arnar framlengt

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna