Knattspyrna

Miðasala á úrslitaleik Mjólkurbikars karla er á Tix.is. Skilaboð okkar til Víkinga eru einföld. Við viljum sjá 3000 Víkinga á þessum stærsta leik félagsins síðan liðið varð Íslandsmeistari í Garðinum 1991. Það má enginn sitja heima. Áfram Víkingur !

Miðaverð í forsölu er 2.000 kr. fyrir 17 ára og eldri en frítt verður fyrir 16 ára og yngri.  Eftir 08. september hækkar miðaverð í 2.500 kr.

Einnig er í boði er að kaupa miða í VIP sem hefst 60 mínútum fyrir leik og eru innifaldir drykkir og léttar veitingar frá Kjötkompaní. Miðasala þessi fer fram í gegnum Verð á VIP miða er 15.000 kr.

Laugardaginn 14. september tökum við daginn snemma í Víkinni og hitum upp fyrir sjálfan úrslitaleikinn. Svæðið opnar klukkan 14:00 og verður boðið upp á bæði hoppukastala og uppblásið píluspjald fyrir yngri kynslóðina. Að sjálfsögðu verða grillaðir hamborgarar á sínum stað og fljótandi veigar, svo eitthvað sé nefnt. Ýmis varningur verður til sölu en þar ber helst að nefna hinar geysivinsælu derhúfur, Víkingstrefla og fána ásamt öðrum vörum.

NM95349 Víkingur flyer 22 1

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna