Knattspyrna

Eggert Jóhannesson var aðalþjálfari félagsins í knattspyrnu í öllum aldurflokkum frá árinu 1964 með hléum til 1975. Hann er fæddur árið 1938 og mætir á leiki Víkings og tekur þátt í félagsstarfinu.   Hann lauk öllum stigum námskeiða KSÍ fyrir knattspyrnuþjálfara frá árinu 1965. Hann var ritari stjórnar Tækninefndar KSÍ, sem var undanfari stofnunar Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 1969. Eggert stjórnaði landsliðsæfingum knattspyrnumanna 1968 er Albert Guðmundsson varð formaður sambandsins í tveimur leikjum. Eggert var landsliðsþjálfari Færeyja árið 1970. Meistaraflokkur Víkings fór upp í efstu deild undir stjórn Eggerts 1969 eftir fjórtán ára hlé. Sömu piltar undir hans stjórn urðu Bikarmeistarar KSÍ 1971 í eina skiptið í sögu félagsins. Þá varð Víkingur Reykjavíkurmeistari 1974 og enn undir stjórn Eggerts og þá eftir 34 ára hlé. Eggert var gerður að Heiðursfélaga Knattspyrnufélagsins Víkings á 100 ára afmælis þess 2008.

Ákveðin tímamót urðu í sögu Víkings er 5. flokkur félagsins varð haustmeistari í knattspyrnu árið 1959. Þá var liðinn langur tími frá því að Víkingur hafði unnið unnið mót í yngri flokkunum í fótbolta og þeir leikmenn sem skipuðu sigurflokkinn áttu margir síðar eftir að koma mikið við sögu félagsins, nefna má Ólaf Þorsteinsson, Einar Magnússon og Örn Guðmundsson. Þjálfari liðsins var Eggert Kr. Jóhannesson, sem á þessum árum var allt í öllu í þjálfun yngri knattspyrnumanna Víkings. Starfið í Bústaðahverfi var farið að bera ávöxt. 

Picture1

Haustmeistarar Víkings í 5. flokki í knattspyrnu árið 1959. Aftari röð frá vinstri: Magnús Thejll, Pétur Jónsson, Ólafur Þorsteinsson, Einar Magnússon, Bragi Guðmundsson, Örn Guðmundsson, Egill Einarsson, Eggert Jóhannesson, þjálfari. Fremri röð: Bjarni P. Magnússon, Jón Þórarinsson, Þorbjörn Jónsson, Þórður Haraldsson, Ómar Kristjánsson og Magni Jónsson

Starfið í yngri flokkunum í fótbolta efldist með hverju árinu og árið 1961 kom að því að Víkingur varð Íslandsmeistari, en þetta sumar varð 5. flokkur félagsins bæði Íslands- og Reykjavíkurmeistari. Víkingar fengu ekki á sig mark í þessum mótum. Í ársskýrslu stjórnar fyrir starfsárið sagði m.a. að Eggert Jóhannesson þjálfari hefði unnið stórbrotið starf, hann hefði verið hinn sívakandi leiðtogi drengjanna, sem treystu honum og virtu. Af leikmönnum má nefna Þorbjörn Jónsson, markvörðinn sem hélt hreinu, Kára Kaaber, Bjarna Gunnarsson og Georg Gunnarsson. 

Í viðtali við Eggert Jóhannesson í 65 ára afmælisblaði Víkings 1973 kemur fram að Eddi byrjaði að þjálfa hjá Víkingi árið 1953, þá aðeins 15 ára gamall, og var litlu eldri en strákarnir í 4. flokki sem hann þjálfaði. Mikill fjöldi stráka æfði fótbolta með Víkingi og lagði Eggert áherslu á að sem flestir fengju tækifæri til að keppa. Þannig voru iðulega send A-, B- og C-lið til keppni. Eitt árið sigraði C-lið Víkings í móti B-liða og vann þá B-lið Víkings í úrslitaleik. 

Picture2

Hið sigursæla lið Víkings í 5. flokki árið 1961. Aftari röð frá vinstri: Guðjón Guðmundsson, Bjarni Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson, Ólafur Hjaltason, Guðmundur Vigfússon, Óli Björn Guðmundsson, Eggert Jóhannesson, þjálfari. Fremri röð: Kári Kaaber, Ólafur Kvaran, Ragnar Þorvaldsson, Þorbjörn Jónsson, Georg Gunnarsson, Jens Þórisson og Gísli Gunnarsson.

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna